fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Ók um með titrara á andlitinu til að reyna að laga misheppnaða bótox-ið -„Fjandinn hafi það, þetta verður að duga“

Fókus
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faye Winters, sem sló í gegn í vinsælu bresku stefnumótaþáttunum Love Island, kærir sig kollótta um hvað öðrum finnst um hana. Hún segir í viðtali við The Sun að hún hafi ávallt komið hreint fram með þær fegrunaraðgerðir sem hún hefur farið í og vill ekki láta sjá sig á almannafæri án þess að vera með fyllingu í vörunum.

Fyrir skömmu lét hún leysa upp fylliefni í vörunum á sér eftir að þær urðu fyrir hnjaski og þurfti að bíða í vissan tíma áður en hún gat fyllt í þær aftur. Hún fékk mikið af athugasemdum frá aðdáendum um að hún liti mun betur út með sínar náttúrulegu varir en engu að síður segist hún varla geta litið í spegil án fyllingarefnisins.

„Sjálfstraustið mitt bauð mikla hnekki án fyllingarinnar. Ég vildi ekki einu sinni fara út úr húsi og þegar ég gerði það var ég með grímu.“ 

Hún segir að athugasemdir sem gerðar eru við útlit hennar á samfélagsmiðlum fái ekkert á hana. Hún vill koma til dyranna eins og hún er klædd og hefur aldrei falið það að hafa nýtt sér fegrunarmeðferðir.

„Ég vil aldrei fela það að ég sé búin að láta fylla á mér varirnar og stækka á mér brjóstin því með því að neyta því þá getur þú valdið ungu fólki skaða. Þau vilja líta út eins og þú en geta það ekki. Það sem ég vil tryggja að komist til skila er: Ef þú ætlar að láta gera eitthvað við þig – veldu lækninn þinn vandlega og farðu til einhvers sem er með læknaleyfi.“ 

Faye talar af reynslu því hún lenti í því að lamast í andlitinu eftir misheppnaða meðferð með bótóx.

„Ég leit út fyrir að vera með Bell palsy andlitslömin á báðum hliðum, það lak allt niður. Allir sögðu við mig: Notaðu bakið á rafmagnstannbursta á ennið á þér til að fá vöðvana til að hreyfast svo ég gekk um allt titrandi.“ 

Eitt skiptið greip hún þó í annað tól til að örva vöðvana í andlitinu.

„Ég var að keyra til London sem er svona þriggja tíma keyrsla. Ég var með bílinn á cruise control svo ég gæti haldið tannburstanum upp að augabrúnunum mínum. Síðan fattaði ég að tannburstarnir voru aftur í svo ég var að gramsa í veskinu mínu og fann þar titrara og hugsaði: Fjandinn hafi það, þetta verður að duga. Svo ég tróð titraranum framan í mig og ók mína leið með dildó á hausnum.“ 

Sem betur fer eru áhrif bótóx tímabundin og líklega hefur tannburstinn og svo titrarinn náð að hjálpa eitthvað til því lömunin er í dag gengin til baka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á
Fókus
Fyrir 4 dögum

Álfrúnu blöskrar ljótar athugasemdir um pabba sinn og Felix á samfélagsmiðlum

Álfrúnu blöskrar ljótar athugasemdir um pabba sinn og Felix á samfélagsmiðlum