fbpx
Föstudagur 20.maí 2022
Fókus

Veröldin umturnaðist þegar hún las dagbækur látinnar móður sinnar – Lærði sannleikann um „veikindi“ hennar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 24. nóvember 2021 10:30

Til vinstri: Helen með dagbækur móður sinnar. T.h.: Helen og móðir hennar Elinor.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Helen Naylor las dagbækur látinnar móður sinnar breyttist allt. Frá barnsaldri hélt Helen að móðir hennar, Elinor, væri með ME, sem er gjarnan kallað síþreyta á íslensku. Meðal helstu einkenna eru yfirþyrmandi þreyta, svefntruflanir, verkir, minnistruflanir og viðkvæmni gagnvart ljósi. Tveimur árum eftir andlát Elinor komst Helen að því að móðir hennar hafði gert upp veikindi sín í 30 ár.

Elinor var með Munchausenheilkenni. Það lýsir sér þannig að sjúklingur þykist glíma við alvarleg veikindi til þess að fá athygli og samúð, og líkar mjög vel við að spila hlutverk sjúklings. Nánar er hægt að lesa um heilkennið á Vísindavefnum.

„Ég var í áfalli og niðurbrotin þegar ég komst að sannleikanum. Að ég hafi verið lokuð inni og vanrækt alla mína barnæsku á meðan móðir mín laug og laug svo hún gæti verið fórnarlambið,“ segir Helen í samtali við Fabulous Digital.

Helen skrifar um svik móður sinnar í bókinni My Mother, Munchausen’s And Me: A true story of betrayal sem kemur út á morgun, þann 25. nóvember.

Einmanaleg æska

„Foreldrar mínir fóru aldrei með mig neitt. Fórum aldrei út að ganga eða hjóla, við heimsóttum ekki ættingja. Lífið snerist bara um móður mína og „veikindi“ hennar. Um helgar og á frídögum var ætlast til þess að ég myndi skemmta mér og sjá um sjálfa mig. Mamma sagðist ekki einu sinni geta gengið með mér í sjoppuna úti á horni. En samkvæmt dagbókum hennar fór hún oft að versla með vinkonum sínum eða í hádegismat með pabba á meðan ég var í skólanum,“ segir hún.

Helen var sjö ára þegar henni var sagt frá veikindum móður sinnar. „Ég man ekki eftir að mamma var greind með ME, ég man bara eftir að hún sagði mér að hún væri með ME. Hún sagði stundum að það gerði einkennin verri að hugsa um mig […] Ég lærði það snemma að trufla ekki mömmu. Ef það voru einhver vandamál tengd skóla eða vinum þá hélt ég þeim fyrir sjálfa mig.“

Elinor sagði dóttur sinni og læknum að hún svæfi allt að 18 tíma á sólarhring. Í dagbókarfærslunum kemur oft fram hvernig Elinor kom fram við Helen sem barn. Eins og að þegar Helen var sex mánaða skildi hún hana eina í fjóra tíma til að sitja á bar. Í annarri færslu viðurkennir Elinor að hún hefði gefið Helen viskí til að hjálpa henni að sofa.

Helen segir að móðir hennar hefði einnig látið hana trúa því að faðir hennar, Alan, glímdi við hjartavandamál.

„Þegar ég var tíu ára sagði mamma að pabbi gæti dottið niður dauður á hverri stundu. Síðan þá fann ég til rosalegrar ábyrgðar gagnvart þeim og óttaðist að ef pabbi myndi deyja þá þyrfti ég að hætta í skóla til að hugsa um mömmu. Ég var með rosalegan kvíða. Mér fannst enginn elska mig og ég ekki verðskulda ást,“ segir hún.

Afbrýðisöm út í barnabörnin

Þegar Helen kynntist eiginmanni sínum og eignaðist börn þá var Elinor síður en svo ánægð. „Hún höndlaði ekki að vera ekki miðpunktur athyglinnar og reyndi ýmislegt til að fá fókusinn aftur á sig,“ segir Helen.

Á þessum tímapunkti var Elinor byrjuð að halda því fram að hún væri með Parkinson-sjúkdóminn. Helen var farið að gruna að allt væri ekki með felldu þar sem það er mun erfiðara að gera sér upp einkenni Parkinson en einkenni ME.

„Mamma var stöðugt að hringja í mig og það virtist alltaf vera eitthvað læknadrama eða aðstæður sem kröfðust athygli minnar. Hegðun mömmu varð sífellt furðulegri og ég byrjaði að afla mér upplýsinga á netinu. Ég fann vefsíðu þar sem fjallað var um sjálfhverfa persónuleikaröskun (e. narcissistic personality disorder) og minnst var á Munchausenheilkenni. Það var þá sem ég fór að leggja tvo og tvo saman.“

Elinor lést 69 ára gömul fyrir fimm árum á hjúkrunarheimili af völdum sýkingar. Þá komu dagbækurnar í ljós en það var ekki fyrr en tveimur árum síðar sem Helen treysti sér til að lesa þær.

Dagbækurnar staðfestu grunsemdir hennar um veikindi móður hennar. „Ég var enn að syrgja hana þegar ég las dagbækurnar. Og þó ég var með mínar grunsemdir þá var sannleikurinn svo mikið verri. Ég mun aldrei gleyma því hvernig móðir mín stal barnæsku minni. Hún gaf mér líf en gerði allt sem hún gat til að gera það ömurlegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þorbjörg svarar gagnrýni um að fyrirsæta sé „of feit“ – „Ef þú hefur áhyggjur af heilbrigði mínu ertu velkominn með mér á æfingu“

Þorbjörg svarar gagnrýni um að fyrirsæta sé „of feit“ – „Ef þú hefur áhyggjur af heilbrigði mínu ertu velkominn með mér á æfingu“
Fókus
Í gær

Svona skiptir Cardi B um bleiur með löngu neglunum sínum

Svona skiptir Cardi B um bleiur með löngu neglunum sínum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matur&heimili: Matartöfrar frá Túnis og landsliðskonan Elísa Viðarsdóttir

Matur&heimili: Matartöfrar frá Túnis og landsliðskonan Elísa Viðarsdóttir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóttir Heidi Klum í kjól móður sinnar 24 árum seinna

Dóttir Heidi Klum í kjól móður sinnar 24 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vítalía hneyksluð á Eiríki Jónssyni – „Á ég að hlæja núna?“

Vítalía hneyksluð á Eiríki Jónssyni – „Á ég að hlæja núna?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Glæsileg penthouse íbúð Stellu Birgis innanhússhönnuðar komin á sölu

Glæsileg penthouse íbúð Stellu Birgis innanhússhönnuðar komin á sölu