fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
Fókus

Sjálftitluð raðhjákona afhjúpar vísbendingar um framhjáhald

Fókus
Miðvikudaginn 24. nóvember 2021 22:30

Amy sefur hjá giftum karlmönnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amy Kupps er 32 ára kona frá Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Hún er sjálftitluð raðhjákona og segist vera sérfræðingur að koma auga á menn sem halda framhjá. Hún afhjúpar helstu vísbendingar um að makinn sé þér ótrúr. Fabulous Digital greinir frá.

Amy telur sig vera sérfræðing í þessu fagi. Hún viðurkennir fúslega að hún sefur reglulega hjá giftum karlmönnum og var áður gift karlmanni sem hélt framhjá henni.

„Enginn vill hugsa til þess að kærasti eða eiginmaður sé að halda framhjá en það geta verið margar lúmskar vísbendingar sem þú myndir kannski vanalega ekki taka eftir,“ segir hún.

„Líka innsæi kvenna er öflugasta tólið í verkfærakassanum. Ef þig grunar að eitthvað sé í gangi, hlustaðu á innsæið. Líkurnar eru að þú hefur rétt fyrir þér og hann er að gera eitthvað.“

Fyrrverandi eiginmaður Amy hélt framhjá henni.

Þetta eru „rauðu flöggin“ sem Amy segir að þú eigir að vera vakandi fyrir.

Ef hann er of góður

Ef makinn byrjar að vera vingjarnlegri en venjulega, þá gæti það verið merki um að eitthvað sé í gangi samkvæmt Amy.

„Ef hann fer allt í einu að kaupa tilefnislausar gjafir handa þér, sem hann gerir venjulega ekki. Eða ef hann byrjar að sýna þér allt í einu miklu meiri athygli. Þetta er stórt rautt flagg.“

Ef hann verður allt í einu gleyminn

Er hann að hlusta þegar þú talar? Er hann að gleyma því sem hann sagðist ætla að gera? Þetta er slæmt merki að mati Amy.

„Það táknar venjulega að hugur hans sé annars staðar,“ segir hún.

Fer oftar í sturtu

„Er hann að fara oftar í sturtu? Er hann alltaf að spreyja á sig rakspíra? Er hann skyndilega farinn að raka sig að neðan? Að mínu mati þýðir það að þú eigir að hafa áhyggjur. Þú þarft að spyrja þig af hverju hann er að þessu, er hann að reyna að þrífa lykt af einhverjum öðrum af sér?“

Fatastíllinn breyttist

Amy segir að það sama eigi við ef hann byrjar að leggja meiri vinnu í heildarútlit sitt, eins og varðandi fatastíl.

„Hvern er hann að klæða sig fyrir? Þetta hljómar augljóst og stundum er þetta saklaust, en veltu því fyrir þér af hverju hann er að þessu.“

Furðuleg símahegðun

Er hann alltaf með símann nálægt sér? Tekur alltaf símann með sér þegar hann fer í annað herbergi?

„Ef síminn fer ekki frá honum, ef hann getur ekki skilið símann sinn eftir, verður skrýtinn þegar þú snertir símann eða lætur skjáinn alltaf snúa niður, þá er það merki um að hann sé að halda framhjá,“ segir Amy.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Sýndi á sér brjóstin í stúkunni og allt varð snælduvitlaust – „Það eru börn hérna!“ – „Sestu aftur niður tíkin þín“

Sýndi á sér brjóstin í stúkunni og allt varð snælduvitlaust – „Það eru börn hérna!“ – „Sestu aftur niður tíkin þín“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þessi einfalda spurning gæti komið í veg fyrir næsta rifrildi við makann

Þessi einfalda spurning gæti komið í veg fyrir næsta rifrildi við makann