fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Fókus

Hjón verða fyrir aðkasti vegna strangra reglna þeirra fyrir hvort annað – „Sorry en þetta er algjörlega galið“

Fókus
Miðvikudaginn 24. nóvember 2021 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk hjón hafa nú fengið yfir sig holskeflu af neikvæðum athugasemdum eftir að deila myndbandi á TikTok um reglurnar sem þau hafa sett sér í hjónabandinu.

Þau deildu myndböndum um helgina þar sem kona, Bailey McPherson fer yfir strangar reglur sem hún og eiginmaður hennar, Zac, fylgja í hjónabandinu.

Bailey heldur úti síðu á TikTok og lýsir sér sem „sjúklega íhaldssamri“. Myndbandið, sem hefur fengið rúmlega 2,5 milljón áhorf, ber titilinn Reglur sem ég og maðurinn minn fylgjum í hjónabandinu sem gera aðra reiða. Meðal annars mega þau hjónin helst ekki vera í neinum samskiptum við fólk af gagnstæðu kyni nema með vitund og samþykki makans.

„Engir vinir af gagnstæðu kyni
Engin vinnu-kærasti eða kærasta og bannað að vera eitt með einhverjum af gagnstæðu kyni. 
Ekki senda neinum af gagnstæðu kyni skilaboð án þess að makinn viti af því.“

@bmcpher Part 1? 🤣🤷‍♀️ #marriage #marriagerules #husbandandwife #christianmarriage #momsoftiktok ♬ BUNNY IS QUEEN – Bunny Barbie🐰

Bailey hélt áfram í öðru myndbandi þar sem hún deildi fleiri reglum.

„Ekki þrá aðra (og ekki fylgja neinum hneykslanlegum síðum) 
Ekkert klám
Makinn gengur framar öllum (jafnvel foreldrum okkar)“

@bmcpher Reply to @jmh.816 ask and you shall receive🤭 #marriage #marriagerules #husbandandwife #christianmarriage ♬ BUNNY IS QUEEN – Bunny Barbie🐰

Aðrir notendur á TikTok voru ekki lengi að bregðast við myndböndunum og höfðu hjónin að háði og spotti.

„Segðu mér að þú treystir ekki maka þínum án þess að segja að þú treystir ekki makanum,“ skrifar einn.

„Sorry en þetta er algjörlega galið,“ skrifar annar. Sá þriðji segir að reglurnar bendi til þess að hjónin glími við mikið óöryggi í hjónabandinu.

Þó voru líka aðilar sem tóku undir með Bailey. „Og þetta, herra mínir og frúr, kallast að virða makann sinn,“ skrifar einn.

Bailey hefur nú deilt öðru myndbandi þar sem hún segir: „Persónulega finnst mér, sem gift kona, að ég hafi ekkert að græða á samskiptum við aðra menn sem ég get ekki fengið frá eiginmanni mínum. Eiginmaður minn þar ekkert frá öðrum konum sem hann getur ekki fengið frá mér.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bailey vekur athygli á TikTok en hún heldur úti öðrum aðgang þar sem hún deilir jafnan myndböndum þar sem hún talar gegn bólusetningum og fóstureyðingum.

Athugasemdirnar við ofangreind myndbönd urðu þó svo rætnar að hún hefur nú lokað athugasemdakerfinu við þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gefur manninum sínum kynlíf í jólagjöf

Gefur manninum sínum kynlíf í jólagjöf
Fókus
Í gær

Meghan hertogaynja sigraði æsifréttamiðilinn – „Þetta er ekki bara sigur fyrir mig“

Meghan hertogaynja sigraði æsifréttamiðilinn – „Þetta er ekki bara sigur fyrir mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýir heimildarþættir BBC kynda undir kenningum um einelti Meghan Markle í garð starfsfólks

Nýir heimildarþættir BBC kynda undir kenningum um einelti Meghan Markle í garð starfsfólks
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matur og heimili: Súkkulaðigerð hjá Omnom og heimsókn til jólasveina

Matur og heimili: Súkkulaðigerð hjá Omnom og heimsókn til jólasveina