fbpx
Mánudagur 24.janúar 2022
Fókus

Kappaksturskona varð klámstjarna – Furðulegustu beiðnirnar sem hún fær á OnlyFans

Fókus
Þriðjudaginn 23. nóvember 2021 21:00

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi kappaksturskonan og núverandi klámstjarnan Renee Gracie afhjúpar furðulegustu beiðnirnar sem hún fær á OnlyFans.

Renee, 26 ára, er gestur í hlaðvarpsþættinum Kinda Sorta Dating. Hún ræðir um hvernig það var að færa sig úr kappakstursbransanum í klámbransann, hvað hún vill að fólk viti um bransann og hvernig það er að þéna á þennan hátt.

Jana Hocking, fjölmiðlakona og hlaðvarpsstjórnandi Kinda Sorta Dating, spyr Renee hvort hún hefði getað ímyndað sér að starfa við þetta fyrir nokkrum árum. „Alls ekki, engan veginn,“ segir Renee.

„Ég hélt ég myndi aldrei geta þetta. En ég held að með því að vera í kappakstri, þá ertu alltaf í svo mikilli adrenalín vímu. Ég var að leita að einhverju til að taka við af spennunni. Ég var enn með minn aðdáendahóp, það var enn fólk að fylgja mér. Og ég var að leita að einhverju spennandi, einhverju sem myndi gefa mér þessa tilfinningu.“

Renee skráði sig á OnlyFans. „Það fyllti þetta tómarúm innra með mér […] þannig ég held að það sé ástæðan fyrir því að þetta æxlaðist svona.“

Fyrrverandi kappaksturskonan segir að þetta varð sérstaklega spennandi eftir að aðdáendahópur hennar stækkaði og hún byrjaði að þéna meiri pening. Það eru nú komin tvö ár síðan hún byrjaði á OnlyFans og fær hún nokkrar milljónir á mánuði í vasann.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Renee Gracie 🧂 (@therenee_gracie)

Allt milli himins og jarðar

Aðspurð hvers konar efni hún selur á OnlyFans svarar Renee: „Allt.“

„Þegar ég byrjaði sýndi ég ekki neitt en núna er ekki partur af líkama mínum sem ég er ekki búin að sýna.“

Renee fer reglulega í kynþokkafullar myndatökur. „Síðan geri ég myndbönd. Allt frá fótamyndböndum í myndbönd af mér borða mat, fara úr eða í brjóstahaldarann, fara í buxur, bara allt það skrýtna sem þér dettur í hug að einhver myndi vilja sjá, og líka það sem er grófara,“ segir hún og útskýrir nánar.

„Þannig stelpa og strákur saman, ég geri líka sóló myndbönd, ég svara sérstökum beiðnum, fólk biður mig um að reykja sígarettu eða borða ákveðin matvæli eða að ég og félagi minn gerum ákveðna hluti. Þannig í raun bara hvað sem er á því fjölbreytta rófi sem fullorðinsefni (e. adult conent) er á.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Renee Gracie 🧂 (@therenee_gracie)

Hún afhjúpar síðan hver sé furðulegasta beiðnin sem hún hefur nokkurn tíma fengið. Renee segir að tími hennar í klámbransanum hefur vissulega breytt því sem henni finnst „furðulegt.“

„Mér finnst frábært að skapa vettvang fyrir fólk með mismunandi þrár og blæti, þar sem það getur beðið um það án þess að vera dæmt, ég kann að meta það við OnlyFans. En ég myndi segja hlutir eins og handarkrikar, eins og að sleikja handarkrika eða strjúka handakrika og þannig. Mér finnst prumpmyndbönd enn mjög skrýtin. Fólk hefur beðið mig um að kremja banana með fótunum,“ segir hún.

„Þannig það eru ennþá nokkrir hlutir sem ég skil ekki alveg af hverju fólk vill en ég geri þá samt.“

Eina sem Renee gerir ekki er það sem brýtur lögin. „Ég geri ekki það sem mun koma mér í vandræði eða brýtur lögin,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórunn Antonía um Góðu systur – „Fólk var farið að senda mér dag og nótt peningabeiðnir og hrikalega átakanlegar sögur“

Þórunn Antonía um Góðu systur – „Fólk var farið að senda mér dag og nótt peningabeiðnir og hrikalega átakanlegar sögur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Helga lýsir hrottalegu ofbeldi af hálfu þáverandi maka: Drap köttinn fyrir framan hana – „Þetta voru bara varnarlaus dýr“

Helga lýsir hrottalegu ofbeldi af hálfu þáverandi maka: Drap köttinn fyrir framan hana – „Þetta voru bara varnarlaus dýr“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Þegar hún sagði anorexía fór ég að hlæja og hugsaði: „Sérðu hversu feit ég er?““

„Þegar hún sagði anorexía fór ég að hlæja og hugsaði: „Sérðu hversu feit ég er?““
Fókus
Fyrir 5 dögum

Herra Hnetusmjör og Sara Linneth bjóða dreng velkominn í heiminn og kynna nafnið

Herra Hnetusmjör og Sara Linneth bjóða dreng velkominn í heiminn og kynna nafnið