fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Sakamál: Harmleikur Bowman-systranna – Ættleiddi fötluð börn vegna peninganna

Fókus
Laugardaginn 20. nóvember 2021 19:58

Minnet og Jasmine, og Renee - konan sem myrti þær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 26. September 2008 bárust lögreglunni í bænum Lusby í Marylandfylki Bandaríkjanna fjölda símtala frá áhyggjufullum borgurum sem sögðust hafa séð stúlkubarn á hlaupum. Stúlkan var hálfnakin og virtist vera útötuð bæði blóði og hægðum. Litla stúlkan, sem var aðeins sjö ára gömul, var flutt á sjúkrahús þar sem skoðun leiddi í ljós að hún hafði orðið fyrir alvarlegu ofbeldi og vanrækslu.

Hún sagði lögreglunni að hún hefði hoppað út um svefnherbergisgluggann sinn til að flýja móðurina sem ættleiddi hana, og hafði sagst ætla að drepa hana. Lögreglan fór heim til konunnar Renee Bowman, með leitarheimild. Það sem lögreglufulltrúarnir sáu átti eftir að fylgja þeim að eilífu – tvö frosin barnslík, falin í frysti í kjallaranum. Bowman játaði að líkin væru af tveimur stúlkum sem hún hefði ættleitt, Jasmine sem var 7 ára og Minnet sem var 9 ára.

Krufning leiddi í ljós að bæði Jasmine og Minnet höfðu látist vegna köfnunar í maímánuði 2006.

Renee var ákærð fyrir bæði tvöfalt morð og tilraun til að myrða stúlkuna sem flúði heimilið á hlaupum. Samkvæmt lögreglufulltrúanum Michael Moore var stúlkan með hræðilega áverka sem Renee hafði veitt henni. Hún var með opin sár á rasskinnum og neðarlega á lærum, auk þess sem sem hún var með för á hálsi eftir eitthvað sem líktist reipi eða snúru. Þá var hún með mar á höndum og vörum. Renee viðurkenndi að hún hefði barið stúlkuna „með skó með hörðum hæl.“

„Fyrrverandi mamma mín“

Þegar fjölmiðlar vestanhafs fóru að birta fréttir af málinu höfðu líffræðilegir foreldrar Minnet samband og sögðust vilja að stúlkan sem lifði af kæmi og byggi hjá þeim. Frændi Minnet, Ivan Randall, benti á að stúlkan hefði alist upp með Minnet sem systur sína og að hún væri velkomin til hans.

Renee var dæmd í 25 ára fangelsi fyrir að beita þriðju stúlkuna ofbeldi. Hún játaði hins vegar ekki að hafa myrt hinar tvær og fór málið því fyrir dóm. Réttarhöldin hófust í febrúar 2010 og aðalvitið í málinu var stúlkan sem lifði af. Hún mætti fyrir dóminn með nýjum fósturforeldrum og hélt fast í bangsann sinn á meðan hún bar vitni gegn konunni sem hún kallaði „fyrrverandi mömmu sína.“

Litla stúlkan sagði fyrir dómi að hún og systur hennar hafi verið læstar inni í herbergi og neyddar til að nota fötu sem klósett. Hún sagði Renee oft hafa barið þær systur með hafnarboltakylfu og skó. Þegar saksóknari spurði hvaða líkamshlutar hefðu orðið verst úti svaraði hún: „Að framan og að aftan.“ Hún var þá beðin að sýna þessa staði á bangsanum og þá benti hún á rassinn og klofið. Hún sagði einnig að Renee hefði oft reynt að kyrkja þær en hún mundi ekki hversu oft því það hafi verið svo svakalega algengt.

Ættleiddi börn með sérþarfir fyrir peningana

Stúlkan sagði að Renee hafi sagt sér að Jasmine og Minnet hafi flutt í burtu og „að ég væri svo heimsk og vitlaus að þær vildu ekki hitta mig aftur.“ Saksóknari spurði af hverju hún kallaði konuna „fyrrverandi mömmu sína“ og þá svaraði stúlkan. „Ég bara vil ekki segja nafnið hennar.“

Á meðan á réttarhöldunum stóð kom í ljós að Renee og þriðja dóttirin fluttu frá Rockville til Lusby hafði konan tekið með þeim frystinn sem innihélt lík Jasmine og Minnet. Hún hélt síðan áfram að taka við greiðslum vegna stúlknanna frá honum opinbera sem eru veittar þeim sem ættleiða börn með sérþarfir. Ljóst var talið að hún ættleiddi þær allar af fjárhagslegum ástæðum. Jasmine og Minnet var seinna minnst á vefsíðum til minningar um fatlað fólk sem lést á voveiflegan hátt.

Verjandateymið hélt fram þeirri kenningu að Renee hafði alls ekki ætlað að drepa Jasmine og Minnet. „Ég ætla ekki að reyna að halda því fram að hún hafi ekki meitt þessi börn,“ sagði verjandinn Alan Drew: „En hún er ekki sek um um að hafa skipulagt morð.“ Saksóknari hafði það hins vegar frá klefafélaga Renee úr fangelsinu að hún hafi viðurkennt að hafa kæft stúlkurnar. „Hún tók ákvörðun um að fara niður, sækja kodda og kæfa þessi börn,“ sagði saksóknarinn John McCarthy.

„Þú dæmdir þessi saklausu börn til dauða“

Kviðdómur tók sér aðeins tvær klukkustundir til að komast að þeirri niðurstöðu að Renee Bowman væri sek um morð. Hún sýndi engin viðbrögð þegar niðurstaða kviðdóms var lesin upp. Saksóknari krafðist þess í framhaldinu að hún fengi lífstíðardóm og engan möguleika á því að fara á skilorð.

Renee var síðan boðið að tjá sig um dóminn og þá sagði hún: „Mér þykir leitt að hafa beitt þessar stúlkur ofbeldi. Hugsunin um það fylgir mér á hverjum einasta degi.“

Hún var dæmd í tvöfalt lífstíðarfangelsi fyrir morðin auk 75 ára vegna ofbeldisins sem hún beitti stúlkurnar. Við það tilefni sagði dómarinn, Michael J. Algeo: „Þú dæmdir þessi saklausu börn til dauða þegar líf þeirra var rétt að byrja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar