fbpx
Fimmtudagur 02.desember 2021
Fókus

Maður sem var að sinna húsverkum í fyrsta skipti fótbrotnaði og slökkviliðið mætti á staðinn

Fókus
Laugardaginn 20. nóvember 2021 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskur maður var að sinna húsverkum í fyrsta skipti þegar hann hrasaði um ryksuguna og fótbrotnaði.

Nathan Marsh, 26 ára, lá í gólfinu og kallaði kvalinn á unnustu sína, Bethan Watling, 24 ára. Hún hélt að hann væri að grínast til að komast hjá því að sinna húsverkum. The Sun greinir frá.

„Ég fann hann á gólfinu neðst í stiganum. Hann var flæktur í ryksugusnúruna og gat ekki gengið. Ég hélt hann væri að djóka,“ segir hún.

Bethan endaði með að hringja á sjúkrabíl en sjúkraliðum tókst ekki að ná Nathan úr húsinu í hjólastól og þurftu að hringja á slökkviliðið. Slökkviliðsmenn þurftu að fjarlægja glugga á húsinu til að ná Nathan út.

Nathan var kvalinn.

Hann var rúmfastur í fjórar vikur og í gifsi í sex vikur. „Hann hefur náð fullum bata og líður vel,“ segir Bethan og bætir við að Nathan sleppur samt ekki við húsverkin.

„Ég reyni ennþá að fá hann til að þrífa aðeins en klárlega ekkert á efri hæðinni,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Jólagír á stelpunni þessa fyrstu helgi í aðventu“

Vikan á Instagram – „Jólagír á stelpunni þessa fyrstu helgi í aðventu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Finnur hæstánægður með dularfulla vegglistaverkið sem birtist óvænt á bílskúrnum – „Bestu þakkir fyrir“

Finnur hæstánægður með dularfulla vegglistaverkið sem birtist óvænt á bílskúrnum – „Bestu þakkir fyrir“