fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Fókus

Konan sem skilgreinir sig sem kött er gift: 21 árs aldursmunur og „gæludýraleikur“ í bólinu – „Þetta er ekki venjulegt samband“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 19. nóvember 2021 22:00

Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í október árið 2019 vakti Kat Lyons mikla athygli er hún sagðist skilgreina sig sem kött. Nú, tveimur árum síðar, er Kat búin að gifta sig.

Sá heppni er Robrecht Berg, 54 ára gamall flugvélaverkfræðingur en þau kynntust á Comic Con ráðstefnunni árið 2019. Töluverður aldursmunur er á milli þeirra, 21 ár, en þau segja það þó ekki trufla sig. Þau segjast elska hvort annað, sama hvað annað fólk gæti hugsað.

„Þetta er ekki venjulegt samband,“ segir Kat í samtali við Daily Star um málið. „Það er 21 ár á milli okkar svo við erum svolítið mismunandi vegna þess en við erum bestu vinir og okkur kemur svo vel saman. Við erum bæði með mjög kjánalegan húmor og við erum alltaf hlæjandi.“

Kat og Robrecht giftu sig í október á þessu ár en Kat segir að brúðkaupið hafi verið langt frá því að vera hefðbundið. „Ég var með kattaeyru úr skartgripum og eiginmaður minn var í skotapilsi,“ segir hún en brúðkaupið var að keltneskum sið.

„Ólin táknar bara hann, að hann eigi mig“

Í viðtalinu við Daily Star segir Rob frá því þegar hann hitti Kat í fyrsta skipti.

„Hún gæti hafa verið með eyrun á sér á þeim tíma en ég tók ekki það mikið eftir því – það var ekki fyrr en ég var að tala við hana seinna á Messenger sem ég komst að því að hún væri mikið fyrir þetta kattadót og að hún hafi verið í því síðan hún var unglingur,“ segir hann en Kat var fljót að segja Rob frá því að hún skilgreindi sig sem kött í byrjun sambandsins.

Þá ræða þau einnig um kynlífið sitt í viðtalinu en þau stunda saman BDSM. Rob hafði ekki prufað BDSM áður en hann byrjaði með Kat en hann segir í viðtalinu að það sé „fínt“.

„Við prufum okkur svolítið áfram í kynlífinu,“ útskýrir hann. „Kat kynnti mig svo fyrir gæludýraleik. Ég var til í að vera prófa mig áfram, ég er ekki svo hrifinn af drottnarahliðinni en ég er tilbúinn að gera smá af því líka.“

Í sambandinu er Kat undirgefin og hún lítur á Rob sem drottnara sinn, hún segist fá mikla ánægju úr því. „Ég vil vera með ólina á hverjum degi – ólin táknar bara hann, að hann eigi mig.“

Kat vonar að með því að tala opinskátt um líf sitt þá fái fleira fólk sjálfstraust til að fylgja sjálfu sér. „Ég vona bara að mín saga gefi fólki sjálfstraust og að það þori að vera það sjálft, jafnvel ef það er að klæða sig upp sem kattastelpa á hverjum degi,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lék dóttur Jude Law í The Holiday – „Ógeðslega“ athugasemdin sem hún fær frá eldri körlum

Lék dóttur Jude Law í The Holiday – „Ógeðslega“ athugasemdin sem hún fær frá eldri körlum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vigdís um femínismann sem hún segir „rata í ríkisstjórnina“ – „Mér finnst þetta ógeðslegt“

Vigdís um femínismann sem hún segir „rata í ríkisstjórnina“ – „Mér finnst þetta ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Komin með nóg af Will og Jada og skora á fjölmiðla að hætta að skrifa um kynlíf þeirra – „Þetta er ekki mönnum bjóðandi“ 

Komin með nóg af Will og Jada og skora á fjölmiðla að hætta að skrifa um kynlíf þeirra – „Þetta er ekki mönnum bjóðandi“ 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjarna frægasta kynlífsmyndbands tíunda áratugarins leysir frá skjóðunni – „Fullnægingarnar þurftu að vera ekta“

Stjarna frægasta kynlífsmyndbands tíunda áratugarins leysir frá skjóðunni – „Fullnægingarnar þurftu að vera ekta“