fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Fókus

„Ég fæ borgað fyrir að djamma því ég er sæt“ – Svona virkar starfið

Fókus
Föstudaginn 19. nóvember 2021 18:30

Erica fær borgað fyrir að djamma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hljómar örugglega frábærlega að fá borgað fyrir að djamma en það er raunin fyrir hina bandarísku Ericu North, 24 ára. Hún segist fá borgað fyrir að skemmta sér því „ríkir karlmenn elska að hafa fallega gesti á viðburðunum sínum.“

Erica var atvinnulaus nemi þegar útsendari frá umboðsskrifstofu tók eftir henni og sagði hana geta orðið að „stemnings fyrirsætu“ eða „atmosphere model“ eins og það er kallað erlendis. Það þýðir að hennar vinna sé að gera gestahópinn meira aðlaðandi í veislum.

Fyrirsætan býr í Oregon og þurfa því viðskiptavinir að borga allan ferðakostnað, hótel, drykki og mat.

„Að vera stemnings fyrirsæta er mjög skemmtileg leið til að gera hlutina sem mig langar þegar að gera,“ segir Erica við Daily Star. Hún hefur starfað við þetta í þrjú ár.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by erica (@itstheerica)

Rignir peningum

Erica segir að menn láta rigna yfir hana seðlum. Hún rifjar upp eitt atvik þar sem hún var ráðin til að vera gestur á viðburði á háklássa strippstað í Vegas.

„Við vorum með borð á klúbbnum […] Ég var að dansa þétt upp við vinkonu mína og viðskiptavinurinn og fleiri voru að láta rigna yfir mig seðlum,“ segir hún og bætir við að yfirmenn strippstaðarins hefði sagt þeim að hætta því gestir staðarins voru farnir að kasta seðlum í þær en ekki stripparana.

Erica greip til sinna ráða og stakk upp á því að hún, og hinar tvær stelpurnar sem viðskiptavinurinn réð einnig, myndu kaupa fatnað og vera með eigin strippstað á hótelherberginu.

„Hann sagði okkur stelpunum að velja hvað sem við vildum. Ég held að reikningurinn hafi verið rúmlega 650 þúsund krónur fyrir öll fötin. Við fórum upp á herbergi til að djamma og fórum síðan að stunda fjárhættuspil klukkan fjögur um nóttina og viðskiptavinurinn vann háa upphæð og gaf okkur 130 þúsund kall á mann. Það var þá sem ég áttaði mig á því að þetta væri eitthvað sem ég gæti vanist.“

Erica segir að það sé ranghugmynd að hún sofi hjá viðskiptavinum og það truflar hana. Hún segir að hún hefur aldrei stundað kynlíf með viðskiptavini og aldrei verið beðin um að gera það.

„Ég hef aldrei fundið fyrir pressu og ég hef aldrei gert neitt líkamlegt með viðskiptavini og ég hef verið að gera þetta í þrjú ár. Það er alltaf gestgjafi á staðnum sem tryggir öryggi allra og sem sjá um að leysa vandamál ef þau koma upp.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by erica (@itstheerica)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lék dóttur Jude Law í The Holiday – „Ógeðslega“ athugasemdin sem hún fær frá eldri körlum

Lék dóttur Jude Law í The Holiday – „Ógeðslega“ athugasemdin sem hún fær frá eldri körlum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vigdís um femínismann sem hún segir „rata í ríkisstjórnina“ – „Mér finnst þetta ógeðslegt“

Vigdís um femínismann sem hún segir „rata í ríkisstjórnina“ – „Mér finnst þetta ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Komin með nóg af Will og Jada og skora á fjölmiðla að hætta að skrifa um kynlíf þeirra – „Þetta er ekki mönnum bjóðandi“ 

Komin með nóg af Will og Jada og skora á fjölmiðla að hætta að skrifa um kynlíf þeirra – „Þetta er ekki mönnum bjóðandi“ 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjarna frægasta kynlífsmyndbands tíunda áratugarins leysir frá skjóðunni – „Fullnægingarnar þurftu að vera ekta“

Stjarna frægasta kynlífsmyndbands tíunda áratugarins leysir frá skjóðunni – „Fullnægingarnar þurftu að vera ekta“