fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Matartips logar eftir athugasemd um íslensku á veitingastöðum – „Haltu svo kjafti“

Fókus
Miðvikudaginn 17. nóvember 2021 18:12

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Færsla sem birtist í hinum stóra og vinsæla FB-hópi, Matartips, hefur vakið gífurlega hörð viðbrögð. Þar er hvatt til þess að listi verði útbúinn yfir þá veitingastaði á Íslandi þar sem töluð er íslenska. Kona ein birti eftirfarandi færslu:

„Veit ekki með ykkur en finnst kominn tími til að taka saman lista yfir staði þar sem er töluð íslenska á Íslandi. Endilega bæta við..

List

1) Vitabar fyrir hamborgara

2) Bakarameistarinn alls kyns bakkelsi og samlokur“

Meðal viðbragða við innlegginu er þessi athugasemd:

„3) Allskonar staðir á Spáni og í Danmörku, haltu svo kjafti“

Þegar þetta er ritað hafa birst 125 ummæli undir færslunni en 57 táknviðbrögð, af þeim eru þó aðeins 10 „like“ en 25 hláturkarlar og 15 reiðikarlar.

„Nei, takk, enga fordóma“ eru dæmigerð viðbrögð við færslunni en þó má sjá athugasemdir frá meðlimum sem taka undir með færsluritara og sjá ekkert athugavert við að veita upplýsingar um staði þar sem íslenska er töluð. Ein kona segir hins vegar:

„Þetta er fordómafullt og ljótt, hélt bara að fólk hugsaði ekki svona lengur.“

Maður einn segir hins vegar:

„Hún hefur rétt á sinni skoðun þó svo að ég sé ekki sammála henni.
Ekki eru heldur allir sem geta tjáð sig á öðru tungumáli en íslensku og vilja kannski velja þá staði sem þeir eiga auðveldara með að tjá sig.“
Og annar bendir á að hann eigi foreldri sem skilji ekki stakt orð í ensku, viðkomandi sé hvorki rasisti né fordómafullur en geti sjaldan beðið um afgreiðslu úti í búð.
Kona að austan sendir málshefjanda þessa kveðju:
„Jahh, ef þú ert ekki opin fyrir fjölmenningu, ekki hafa fyrir því að koma hingað austur á land.  Við nennum enga fordóma! Eða öllu heldur, ekki reikna með að fá afgreiðslu á íslensku.“
Kona ein bendir á að maturinn bragðist ekki öðruvísi þó að þjónninn tali ekki íslensku. Hún segir ennfremur: „Allir eiga rétt á sinni skoðun en mér finnst þetta heldur ósmekklegur póstur.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki