fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Setja upp leikrit byggt á óskarsverðlaunamynd í Hörpu

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 16. nóvember 2021 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frúardagur, leikfélag Menntaskólans í Reykjavík, setur nú upp sýninguna Dead Poets Society í Silfurbergi í Hörpu. Þrátt fyrir að titillinn sé á ensku þá er sýningin á íslensku en eins og nafnið gefur til kynna þá er hún byggð á samnefndri óskarsverðlaunakvikmynd frá árinu 1989. Blaðamaður gerði sér ferð á sýninguna og hafði gaman að.

Atburðir leikritsins eiga sér stað árið 1959 í íhaldssama heimavistarskólanum Welton. Íslenskukennarinn John Keating, sem virðist við fyrstu sýn vera algjör furðufugl, notfærir hann sér nýjar og óvenjulegar kennsluaðferðir. Hann hvetur nemendur sína til þess að elta drauma sína og að hugsa sjálfstætt.

Það er Ísar Máni Birkisson sem fer með hlutverk Keating og gerir það listavel, það er virkilega gaman að fylgjast með honum veita nemendunum innblástur í gegnum sýninguna. Hann er á réttri hillu og á án efa eftir að ná langt í leiklistinni í framtíðinni.

Ísar Máni Birkisson í hlutverki íslenskukennarans

En sagan fjallar ekki bara um íslenskukennarann heldur fjallar hún um nemendur hans. Neil Perry, sem leikinn er frábærlega af Rafni Ágústi Ragnarssyni, og vinir hans verða fyrir miklum áhrifum frá íslenskukennaranum og ákveða að mynda félag honum til heiðurs, Félag Dauðra Skálda. Þau hittast reglulega til að flytja og ræða ljóðlist, þar fær Thea Snæfríður Kristjánsdóttir að láta ljós sitt skína sem ljóðskáldið og töffarinn Charlie Dalton.

Félagið sem kennt er við dauðu skáldin.

Sagan fjallar um vináttu, þroska, sambönd barna við foreldra og að synda á móti straumnum.

Það eru tveir ungir menn sem leikstýra sýningunni, þeir Jón Ólafur Hannesson Hafstein og Bjarki Björnsson, en þetta er fyrsta sýningin sem þeir leikstýra. Þessi frumraun þeirra er vel heppnuð, sérstaklega þegar haft er í huga að um menntaskólasýningu er að ræða. Jón og Bjarki hafa báðir verið viðloðandi listirnar á undanförnum árum og munu að öllum líkindum vera það áfram í framtíðinni.

Miðasala á sýninguna er hafin en hægt er að nálgast miða á hana hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar