fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Baggalútur stal stolnu lagi af Frömmurum – „Höfum við ákveðið að aðhafast ekkert í málinu“

Fókus
Þriðjudaginn 16. nóvember 2021 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það heyrir alltaf til tíðinda þegar gleðipinnarnir í Baggalúti gefa út nýtt jólalag. Það átti sér stað um helgina þegar lagið „Styttist í það“ kom út á öllum helstu streymisveitum. Lagið, sem er af ítölsku bergi brotið, er þegar komið í spilun á helstu útvarpsstöðum og hefur fallið vel í kramið hjá aðdáendum sveitarinnar nema þeim sem styðja íþróttafélagið Fram.

Þannig vill til að liðsmenn Fram gáfu út sérstakt ólalag árið 2019 – „Fram að jólum“ – sem er nákvæmlega sama lag og Baggalútar gerðu að sínu. Á heimasíðu Fram er þjófnaðurinn gerður að umtalsefni og telja þeir bláklæddu að á þeim hafi verið brotið – þeir stálu laginu jú fyrst.

„Eftir að hafa ráðfært okkur við lögfræðinga Fram höfum við ákveðið að aðhafast ekki frekar í málinu. Við teljum hins vegar mikilvægt að koma þessum skilaboðum á framfæri,“ segir ónafngreindur fréttaritari á heimasíðu Fram.
Telja Framarar réttast að þjófarnir hinir fyrri fái boðsmiða á jólatónleika Baggalúts í desember og það verði túlkað sem fullkomin afsökunarbeiðni.

Uppfært: Allra réttinda gætt

DV hefur borist athugasemda frá Braga Valdimar Skúlasyni vegna málsins:

„Þetta er auðvitað stórskemmtilegt! En bara svo það sé á tæru þá er Baggalútur með öll leyfi frá rétthöfum þessa lags til að nota það — enginn stuldur þar. 

Áfram Fram!“

Hér má hlusta á lögin tvö:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“