fbpx
Föstudagur 22.október 2021
Fókus

Síminn ekki stoppað síðan Björgvin Páll deildi sætustu atvinnuauglýsingu ársins – „Geggjað að sjá hversu margir eru spenntir fyrir þessu“

Fókus
Föstudaginn 8. október 2021 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt ætlaði um koll að keyra eftir íþróttamaðurinn með meiru, Björgin Páll Gústavsson, birti það sem tvímælalaust má telja sætustu starfsauglýsingu ársins inn á Facebook-hópinn Nammitips.

Nammismakkari óskast! 

Hvernig hljómar það? Megið endilega merkja/tagga fyrir mig einhvern sem gæti unnið í sjónvarpi við að smakka nammi eða ef þið væruð peppuð fyrir því persónulega. Það er nefnilega ný íslensk streymisveita að fara í loftið sem ber nafið Uppkast og okkur langar að framleiða slíka þætti,“ skrifar Björgvin. Viðbrögðin létu sko ekki standa á sér. Á aðeins nokkrum klukkustundum höfðu rúmlega 120 svör borist undir færslunni þar sem einstaka aðiliar merktu vin sem gæti hentað í starfið, en flestir buðu náttúrulega sjálft sig fram, en hverjum langar ekki að vinna við að borða nammi?“

Blaðamaður getur deilt því með lesendum að það var hans æðsta ósk á hans sokkabandsárum. Svo uppgötvaði blaðamaður nokkuð sem heitir tannlæknakostnaður, en það er önnur saga.

Björgvin segir að síminn hafi varla stoppað hjá honum síðan auglýsingin birtist.

„Heyrðu, síminn fer held ég alveg að verða batteríslaus. Eftir að ég setti færsluna inn á Nammitips þá hefur ringt inn á mig skilaboðum og geggjað að sjá hversu margir eru spenntir fyrir þessu. Ég mun leggjast yfir það um helgina að skoða öll kommentin og finna einhvern geggjaðan nammismakkara í þessa þætti.“

Eins og Fókus greindi frá í gær hefur Björgin gengið til liðs við streymisveituna Uppkast þar sem hann ætlar að nýta reynslu sína og þekkingu – en hann hefur mikið fjallað um andleg málefni síðustu ár og haldið fyrirlestra í grunn- og framhaldsskólum um öndun og áhrif hennar á bæði svefn og kvíða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fólk verður furðulostið þegar það kemst að því hvað hún er gömul – Svona notar hún kartöflu fyrir þrýstnari varir

Fólk verður furðulostið þegar það kemst að því hvað hún er gömul – Svona notar hún kartöflu fyrir þrýstnari varir
Fókus
Í gær

Lætur netverja heyra það fyrir myndbirtingu – „Þú sagðist ætla að hætta. Þú lofaðir mér því persónulega“

Lætur netverja heyra það fyrir myndbirtingu – „Þú sagðist ætla að hætta. Þú lofaðir mér því persónulega“
Fókus
Í gær

Lögreglumaðurinn Baldvin er látinn en nú rætist hans hinsta ósk – „Hann var þverari en andskotinn og það bjargaði lífi hans í mörg ár“

Lögreglumaðurinn Baldvin er látinn en nú rætist hans hinsta ósk – „Hann var þverari en andskotinn og það bjargaði lífi hans í mörg ár“
Fókus
Í gær

Þetta er ástæðan fyrir því að Doddi litli er hættur að bjóða Jóni Gnarr í afmæli sín -„Skiluru núna?“

Þetta er ástæðan fyrir því að Doddi litli er hættur að bjóða Jóni Gnarr í afmæli sín -„Skiluru núna?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndirnar – Stjörnum prýdd frumsýning í Egilshöll

Sjáðu myndirnar – Stjörnum prýdd frumsýning í Egilshöll
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fegrunaraðgerð sem breyttist í martröð – „Ég lít út fyrir að vera 10 árum eldri [..] ég er að rotna“

Fegrunaraðgerð sem breyttist í martröð – „Ég lít út fyrir að vera 10 árum eldri [..] ég er að rotna“