fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Rene Zellweger sökuð um skaðlega fitufordóma – „Fitubúningur hefur alltaf verið leið til að niðurlægja feitt fólk“

Fókus
Föstudaginn 8. október 2021 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Renee Zellweger sætir nú mikilli gagnrýni og er sökuð um fitufordóma eftir að myndir náðust af henni á tökustað þáttanna The Thing about Pam.

Þættirnir byggja á raunverulegum atburðum og fjalla um líf morðingjans Pam Hupp, sem myrti fatlaðan mann árið 2016 og hefur jafnframt verið ákærð fyrir að myrða krabbameinsveika samstarfskonu sína árið 2011 og er þar að auki grunuð um að hafa banað móður sinni árið 2013.

Sjá einnig: Sakamál – Hver drap hina krabbameinsveiku Betsy Faria?

Renée fer með hlutverk Pam í væntanlegum þáttunum sem eru framleiddir af NBC. Á myndum sem náðust af henni á tökustað sést að hún klæðist fitubúning (e. fat suit) til að líkjast betur Pam. En sú ákvörðun að nota slíkan búning árið 2021 hefur verið harðlega gagnrýnd.

Rithöfundurinn Sarah Alexander sem er í stærri stærð (e. plussize) sagði í samtali við Metro „Fitubúningur hefur alltaf verið leið til að niðurlægja feitt fólk, alveg sama hver klæðist honum, jafnvel þó það sé fyrir hlutverk. Leikarar sem hafa áður klæðst slíkur búningum (Gwyneth PaltrowSarah Paulson) hafa viðurkennt að sjá eftir að hafa ákveðið að klæðast þeim og að það valdi skaða.“

Sarah bendir á að fjöldi leikkvenna séu í stærri stærðum og hefði verið leikur einn fyrir aðstandendur þáttanna að ráða hreinlega leikkonu í þeirri stærð sem hlutverkið kallaði á.

„Af hverju er gengið framhjá þeim og talið að það sé réttlætanlegt að nota fitubúning?,“ spyr Sarah.

Hún segir að þetta sé skaðlegt fyrir fólk í stærri stærðum, fitufordómafullt og líklega hafi Zellweger ekki hugsað þetta til enda.

„Fyrir Zellweger að klæða sig upp sem stærri manneskju er skemmandi, fitufordómafullt og mögulega triggerandi fyrir fólk í stærri störðum. Það lítur út fyrir að hún hafi ekki íhugað áhrifin sem þetta mun hafa á feitt fólk og geri sér ekki grein fyrir, eða er það barnaleg, að hún bætir á þá fordóma sem feitt fólk verður fyrir daglega.“

Leikkonan Sarah Paulson klæddist fitubúning við tökur á þáttunum American Crime Story, en hún hefur síðan sagt að hún sjái eftir þeirri ákvörðun.

„Það er erfitt fyrir mig að ræða þetta án þess að það virki eins og ég sé að afsaka mig. Ég tel að fitufordómar séu raunverulegir og að halda öðru fram veldur bara meiri skaða og þetta er mikilvægt samtal sem þarf að eiga,“ sagði hún í samtali við LA Times. „Ég veit líka að ég er þeirra forréttinda njótandi að geta setið hér, hugað um þetta og metið hafandi nú þegar fengið að leika þetta hlutverk og þar með tækifæri sem einhver annar fékk þá ekki. Ég myndi ekki taka þessa sömu ákvörðun aftur.“

Gwyneth Paltrow lék í kvikmyndinni Shallow Hal, sem fjallaði um mann sem þurfti að vera undir. áhrifum álaga til að geta orðið ástfanginn af konu í stærri stærð.  Myndin kom út árið 2001.  Gwyneth sagði á síðasta ári að það hafi verið hryllileg ákvörðun að leika í myndinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar