fbpx
Laugardagur 28.maí 2022
Fókus

Sara opnar sig um æskuna sem dóttir Annþórs: „Ég á ekki skilið að vera kýld fyrir að vera dóttir pabba míns“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 5. október 2021 12:30

Sara Lind Annþórsdóttir. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Lind Annþórsdóttir er dóttir Annþórs Kristjáns Karlssonar, sem var á tímabili þekktasti handrukkari Íslands og hefur setið inni fyrir ýmis brot. Sara Lind er 27 ára gömul móðir og búsett í Danmörku.

Hún er gestur Eddu Falak í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur og opnar sig um æskuna og hvernig það hafi verið að alast upp með föður sem hefur lengi verið þekktur sem einn alræmdasti glæpamaður landsins.

Sara segir frá því hvernig hún hefur þurft að upplifa fordóma frá fólki vegna föður síns.

„Það byrjaði mjög snemma, án þess að ég viti af. Það var sagt við mömmu mína að það myndi ekkert rætast neitt úr mér útaf því hver pabbi minn er,“ segir Sara Lind.

Sara kynntist ekki föður sínum fyrr en hún varð sex ára. Hún hélt að uppeldisfaðir hennar væri líffræðilegur faðir sinn.

„Ég var níu ára þegar hann fór fyrst í fangelsi [eftir að ég kynntist honum]. Ég held það séu búin að vera eitthvað 11 eða 13 ár sem hann er búinn að fara allt í allt [inn] frá því að ég var níu ára,“ segir hún.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Sara Lind (@saraanntorsdottir)

Kærði lögregluna fyrir frelsissviptingu

Sara Lind segir að það sé erfitt að eiga föður sem er mikið í fangelsi en það sé erfiðara að vera dóttir föður síns í samfélaginu og verða fyrir aðkasti og fordómum vegna þess. Hún segist hafa upplifað fordóma frá lögreglu og sakar hana um að áreiti. Hún lýsir nokkrum atvikum með lögreglu og segist hafa kært lögregluna fyrir frelsissviptingu eftir eitt atvikið.

Hún rifjar einnig upp atvik sem átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur fyrir fjórum árum.

„Ég var inni á skemmtistað og það kom strákur til mín og sagði: „Vinur minn var að mana mig til að kýla þig?“ Ég spurði hann af hverju hann myndi kýla mig. Hann sagði: „Æi hann langaði að sjá hvað pabbi þinn myndi gera.“ Eins og ég ætti skilið að labba inn á einhvern stað og vera bara kýld til að sjá einhver viðbrögð hjá pabba mínum. Þetta er ekki það langt síðan,“ segir hún.

Sara Lind segir að á þessum tíma var hún komin með bein í nefið. „Og búin að átta mig á því hvað þetta er allt brenglað og ég sagði bara hreint og beint: „Ég á ekki skilið að vera kýld fyrir að vera dóttir pabba míns. Ég á að geta labbað hérna um bæinn án þess að verða hrædd um að verða fyrir ofbeldi fyrir að vera dóttir hans. Og ég vona að þið farið aðeins að líta inn á við.“ Og síðan labbaði ég í burtu.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by EIGIN KONUR (@eiginkonur)

Ætlaði að brjóta fæturna hennar

Þegar Sara Lind var á öðru ári í framhaldsskóla var hún að fara með vinkonu sinni og kærasta vinkonu hennar í bankann í hádegishléinu. Maðurinn sem þau ætluðu að fá far með kannaðist eitthvað við Söru Lind og við tók mjög óhugnanleg atburðarrás.

„Ég pissaði einu sinni smá í nærbuxurnar mínar af hræðslu þegar maður ætlaði að brjóta á mér fæturna því pabbi minn átti að hafa gert það við vin hans eða eitthvað svoleiðis, og hann sagðist ætla að gera það við mig það sem pabbi hefði gert við vin hans. Og hann ætlaði að brjóta á mér tærnar og hann var að keyra með mig í einhverju brjáluðu veðri í risastórum bíl eins og bavíani. Og þarna er ég á öðru ári í framhaldsskóla og pabbi minn í einangrun og allt í einu er einhver maður að fara að brjóta á mér fæturna. Ég var svo hrædd,“ segir Sara Lind og bætir við að vinir hennar hefðu líka verið svo hræddir að þeir hefðu ekki sagt neitt.

Hún segir að maðurinn hefði viljað hefna sín á föður hennar en sem betur fer hefði hann hætt við og skutlað henni aftur í skólann.

Þú getur nálgast þáttinn á Patreon-síðu Eigin Kvenna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að heiman sem sveitastrákur – Sneri til baka sem glamúrfyrirsæta

Fór að heiman sem sveitastrákur – Sneri til baka sem glamúrfyrirsæta
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kærastan úr fyrstu myndinni ekki í þeirri nýjustu – „Ég er gömul og feit“

Kærastan úr fyrstu myndinni ekki í þeirri nýjustu – „Ég er gömul og feit“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Boðið upp á ódýra borgara í rándýru Beckham-brúðkaupi

Boðið upp á ódýra borgara í rándýru Beckham-brúðkaupi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjölmiðlakonan Björg Magnúsdóttir á von á sínu fyrsta barni

Fjölmiðlakonan Björg Magnúsdóttir á von á sínu fyrsta barni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kate Moss segir Depp aldrei hafa hrint henni niður stiga – „Hann kom hlaupandi til baka“

Kate Moss segir Depp aldrei hafa hrint henni niður stiga – „Hann kom hlaupandi til baka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Æsifréttamiðill reynir að hindra vitnisburð í máli Heard og Depp

Æsifréttamiðill reynir að hindra vitnisburð í máli Heard og Depp
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eign dagsins – Hátt til lofts í „glæsilegri penthouse íbúð“ á Reykjanesi og heitur pottur á svölunum

Eign dagsins – Hátt til lofts í „glæsilegri penthouse íbúð“ á Reykjanesi og heitur pottur á svölunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ógnvekjandi innbrot ástæðan fyrir því að áhrifavaldar flúðu 359 milljón króna húsið sitt – Myndband

Ógnvekjandi innbrot ástæðan fyrir því að áhrifavaldar flúðu 359 milljón króna húsið sitt – Myndband