fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Áhrifavaldur sló garðinn sinn sjálf og grét – „Ég er svo fokking stolt af sjálfri mér“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 27. október 2021 16:00

Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Olivia Mathers, 24 ára áhrifavaldur frá Queensland í Ástralíu, sló garðinn sinn á dögunum og er virkilega stolt af sjálfri sér. Áhrifavaldurinn greindi sjálf frá garðslættinum á Instagram-síðu sinni en DailyStar vakti athygli á því að hún varð fyrir töluverðu aðkasti í kjölfarið.

„Ég er búin að gráta í gegnum þetta ferli,“ segir Olivia en tekur fram að um gleðitár sé að ræða. „Því ég er svo fokking stolt af sjálfri mér.“

Olivia segir þá að það geti verið auðvelt að standa frammi fyrir áskorun og segja að maður geti ekki gert það sem þörf er á að gera. Þá kemur hún með ráð fyrir fylgjendur sína sem standa í þessum sporum. „Skoraðu á þig að ná í þær niðurstöður sem þig langar í í lífinu, það er svo fokking valdeflandi.“

Þá hrósar Olivia móður sinni og þakkar henni fyrir að vera henni sem dæmi um manneskju sem gefst ekki upp í mótlæti. „Ég er svo heppin að hafa bestu fyrirmyndirnar og fólk sem trúir á mig,“ segir hún.

„Þriggja ára barnið mitt gerði meiri garðvinnu en hún í dag“

Fylgjendur áhrifavaldsins voru þó ekki jafn yfir sig hrifnir af garðslættinum hennar. „Mér finnst þetta virkilega ómerkilegt, nema hún hafi gert þetta á fjórum fótum og með skærum,“ segir til að mynda í einni athugasemd við færsluna hennar.

„Þegar ég las þetta hélt ég að hún hefði verið að kaupa hús, sem er ekki auðvelt að gera, en já einmitt, flott hjá henni að slá garðinn sinn,“ segir í annarri athugasemd. „Þriggja ára barnið mitt gerði meiri garðvinnu en hún í dag,“ segir svo í enn annarri.

Aðrir fylgjendur áhrifavaldsins koma henni svo til varnar. „Hún er augljóslega að ganga í gegnum erfitt tímabil og er stolt af sjálfri sér fyrir að standa upp og gera eithvað sem hún hefur ekki gert sjálf áður,“ segir til dæmis í einni athugasemdinni.

„Ef hún vill fagna þessu afreki þá hefur hún allan rétt á að gera það,“ segir í annarri. „Það er svo sorglegt að sjá að sumt fólk hefur enga virðingu eða samkennd með neinum,“ segir svo í enn annarri.

Olivia ákvað að svara svo sjálf fyrir sig og segist hafa verið leið þegar hún sá að fólk gerði grín að henni. „Ef þessi færsla mín hefði bara verið um að slá garðinn þá væri ég líka hlægjandi en hún var um svo miklu meira,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tinna þráir að hitta fjölskyldu sína á Sri Lanka – Þú getur hjálpað henni – Fékk hörmulegar fréttir af blóðmóður sinni

Tinna þráir að hitta fjölskyldu sína á Sri Lanka – Þú getur hjálpað henni – Fékk hörmulegar fréttir af blóðmóður sinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndina: Katrín gerði það sama og Davíð – Er þetta gert að ráðum almannatengla?

Sjáðu myndina: Katrín gerði það sama og Davíð – Er þetta gert að ráðum almannatengla?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ofurskutlan sem enginn veit hvort sé á föstu eða ekki er með skilaboð til einhleypra kvenna

Ofurskutlan sem enginn veit hvort sé á föstu eða ekki er með skilaboð til einhleypra kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart