fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
Fókus

„Villa“ í miðborg Reykjavíkur aðeins auglýst á erlendri fasteignasölu – Vilja 544 milljónir fyrir slotið

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. október 2021 19:30

Samsett mynd/Fasteignaljósmyndun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fasteignasölunni Skeppsholmen í Stokkhólmi er nú á skrá einbýlishús við Öldugötu 16 í Reykjavík og er verðið heilar 4,2 milljónir Bandaríkjadala, sem eru í krónum einar 544 milljónir á gengi dagsins í dag.

Fasteignin er óumdeilt eitthvert allra fallegasta hús í borginni. Húsið er 318 fermetra einbýli við eina virðulegustu götu borgarinnar, Öldugötu. Húsið stendur við horn Ægisgötu. Húsið var byggt 1927 og verður því friðað samkvæmt hundrað ára reglunni eftir rúm fimm ár.

Húsið var skráð til sölu hjá íslenskri fasteignasölu fyrr á árinu en fjarlægt þann 16. október síðastliðinn. Þar var húsið ekki verðmerkt og aðeins óskað eftir tilboðum.

Í lýsingu auglýsingar íslensku fasteignasölunnar segir að húsið sé í raun 420 fermetrar, enda kjallari ekki inni í skráðri fermetratölu hjá fasteignaskrá. Húsið er steinað að utan með hrafntinnu og silfurbergi og myndskreytt að innan með myndum eftir hina sænsku Grétu Björnson, listmálara.

„Garður hússins er sannkallað listaverk þar sem mosavaxnir steinar umlykja falleg blómabeð og tré. Í fullum sumarskrúða er þetta einn af fallegri görðum þessa gamalgróna hverfis. Í garðinum framan við húsið er lítill gosbrunnur miðju steinhlaðins blómabeðs […]“ sagði í íslensku auglýsingunni.

Húsið er teiknað af Þorleifi Eyjólfssyni arkitekt og er saga hússins samofin sögu borgarinnar, að því er sagði í auglýsingunni: „Húsbyggjendur voru hjónin Guðmundur Jensson, annar aðaleigandi Nýja bíós, og Sigríður Sigurðardóttur. Guðmundur lést árið 1968 og tíu árum síðar seldi ekkjan húsið. Kaupendur voru hjónin Ebenesar Ásgeirsson og Ebba Thorarensen kaupmenn í Vörumarkaðinum. Þau seldu Karli J. Steingrímssyni húsið árið 1988 og átti hann húsið í nokkur ár. Nú í ríflega 20 ár hafa húseigendur hins vegar verið dr. Kesara Jónsson frá Thaílandi, prófessor í grasafræði og plöntuerfðafræði við Háskóla Íslands, og maður hennar Friðrik Ragnar Jónsson verkfræðingur, forstjóri alþjóðlegs fyrirtækis í pappírsendurvinnslu og pappírsmótun.“

Af myndum að dæma er ljóst að húsið hefur notið góðs af sérfræðiþekkingu grasafræðingsins, því garðurinn er, eins og áður var lýst, ægifagur.

Á heimasíðu sænsku fasteignasölunnar Skeppsholmen, þar sem húsið er enn á skrá, er húsinu lýst sem stórri klassískri villu. „Húsið er aðeins 450 metra frá Alþingishúsinu í miðborg Reykjavíkur,“ segir jafnframt.

Myndirnar hér að neðan eru fengnar að láni hjá fasteignasölunni sænsku, en þar má finna fleiri myndir af höllinni fögru.

Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Sýndi á sér brjóstin í stúkunni og allt varð snælduvitlaust – „Það eru börn hérna!“ – „Sestu aftur niður tíkin þín“

Sýndi á sér brjóstin í stúkunni og allt varð snælduvitlaust – „Það eru börn hérna!“ – „Sestu aftur niður tíkin þín“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þessi einfalda spurning gæti komið í veg fyrir næsta rifrildi við makann

Þessi einfalda spurning gæti komið í veg fyrir næsta rifrildi við makann