fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Fókus

Kolbeinn Tumi svarar fyrir þrálátan orðróm – „ Nú er þetta eiginlega komið gott“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 25. október 2021 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, hefur nú svarað fyrir þrálátan orðróm sem hefur gengið síðan í sumar þess efnis að hann hafi verið heppni Íslendingurinn sem vann rúmlega milljarð í lottó

„Brandari, sem mér þótti frekar augljós í sumar, hefur leitt til þess að fyrirspurnum fer sífjölgandi og við Selma eða vinir mínir fáum spurninguna: Vann Tumi milljarð í lottóinu?“

Kolbeinn Tumi segir þetta hafa verið nokkuð fyndið fyrst, en nú sé eiginlega komið gott og er hann farinn að finna fyrir neikvæðum áhrifum þess að orðrómurinn sé að ganga.

„Í þessum samræðum hef ég nefnilega deilt því með fólki, eins fáránlega og það hljómar kannski í eyrum einhverra, að ég myndi ekki vilja vinna milljarð. Ég hef aldrei spilað í lottóinu og tölfræðin segir okkur að það fer illa fyrir þeim sem vinna risastóran vinning. Og núna er ég örlítið farinn að finna fyrir neikvæðum áhrifum þess (ekkert alvarlegt samt), að eiga að hafa unnið milljarð, svo ég kannski svara þessu í eitt skipti fyrir öll.“

Kolbeinn Tumi ákvað því að taka af öll tvímæli og svara þessum orðróm fyrir fullt og allt.

„Nei, ég vann ekki milljarð í lottóinu. Ég hef líklega ekki unnið neinn vinning síðan ég var unglingur og nældi mér í einstaka þúsund kall á Lengjunni. Kom þó vafalítið út í smá mínus á því tipptímabili. Ég nýt þess þó að hafa unnið í lífslottóinu að mörgu leyti og er afar þakklátur fyrir það.“

Kolbeinn rifjar upp færslur sínar á Facebook sem vafalaust urðu rótin að umræddum orðróm.

„Ég nýti kannski tækifærið og rifja upp þessa FBstatusa mína frá því í sumar, sem komu mér í þetta klandur. Sjálfskapaða klandur. En eins og í góðum hvísluleik er búið að hlaðast á þessar frásagnir og slúðrið byrjað.

Í fyrri statusnum deildi ég fréttinni að fjölskyldufaðir á fertugsaldri hefði unnið stóra pottinn.

  1. júní

„Þetta var óvænt en skemmtilegt í gær. Öllum boðið í partý!“

Þetta leiddi til einnar fyrirspurnar frá vinkonu minni í fjölmiðlabransanum. Þá þótti mér voðalega sniðugt að grínast enn meira með þetta.

  1. ágúst

„Vegna fyrirspurna hvort ég sé fjölskyldufaðirinn á fertugsaldri sem nýverið vann rúman milljarð í lottóinu þá mun ég ekki breyta út af vananum og tjá mig um fjármál mín. Nýja einbýlishúsið á Arnarnesinu, Teslurnar tvær og nýtilkominn vinskapur við Bill Gates er mitt einkamál.“

Kolbeinn Tumi taldi að það væri ljóst af færslunum að hann væri að grínast, en engu að síður hefur hann nú fundið sig í þeirri stöðu að þurfa að kveða niður þennan þráláta orðróm.

„Einhvern veginn þótti mér þetta samt svo gjörsamlega augljós brandari að enginn gæti trúað þessu. En hér er ég, tæpum þremur mánuðum síðar, að sverja fyrir milljarðinn.

Máttur Facebook og allt það“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lék dóttur Jude Law í The Holiday – „Ógeðslega“ athugasemdin sem hún fær frá eldri körlum

Lék dóttur Jude Law í The Holiday – „Ógeðslega“ athugasemdin sem hún fær frá eldri körlum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vigdís um femínismann sem hún segir „rata í ríkisstjórnina“ – „Mér finnst þetta ógeðslegt“

Vigdís um femínismann sem hún segir „rata í ríkisstjórnina“ – „Mér finnst þetta ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Komin með nóg af Will og Jada og skora á fjölmiðla að hætta að skrifa um kynlíf þeirra – „Þetta er ekki mönnum bjóðandi“ 

Komin með nóg af Will og Jada og skora á fjölmiðla að hætta að skrifa um kynlíf þeirra – „Þetta er ekki mönnum bjóðandi“ 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjarna frægasta kynlífsmyndbands tíunda áratugarins leysir frá skjóðunni – „Fullnægingarnar þurftu að vera ekta“

Stjarna frægasta kynlífsmyndbands tíunda áratugarins leysir frá skjóðunni – „Fullnægingarnar þurftu að vera ekta“