fbpx
Föstudagur 26.nóvember 2021
Fókus

Keyrði í 9 tíma til kærastans aðeins til að uppgötva grunsamlegan hlut í skúffunni

Fókus
Mánudaginn 25. október 2021 18:30

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona keyrði í níu klukkutíma til að hitta kærasta sinn aðeins til að uppgötva að hann var að halda framhjá henni.

Konan deilir nokkrum myndböndum á TikTok þar sem hún útskýrir hvernig hún komst að framhjáhaldinu.

Þau voru í fjarsambandi og höfðu verið saman í tæpt ár þegar hún komst að því að hann hefði haldið margsinnis framhjá henni með mörgum konum. Til að gera hlutina enn verri komst einnig í ljós að hann átti von á barni með einni þeirra.

„Þegar þú ert í fjarsambandi og keyrir í níu tíma og hann gleymir að fjarlægja sönnunargögn,“ skrifar hún með einu myndbandinu sem hefur vakið talsverða athygli.

@yummyyamsssss##cheater ##fyp ##fy ##fypシ ##foryou ##foryoupage ##aintshit ##ohno ##ohnonononoo ##ohnono♬ Oh No – Kreepa

Konan fann snyrtivörur annarrar konu í skúffu inni á baðherbergi kærastans.

Konan kynntist kærastanum þegar þau áttu bæði heima í Atlanta í Bandaríkjunum. Hann flutti til Flórída og hún heimsótti hann, ásamt börnum sínum, í tvær vikur í hverjum mánuði.

„Í þetta skipti kom ég þangað um eitt um morguninn. Ég fór í sturtu, börnin voru sofandi. Eftir að ég kom úr sturtu var ég að leita að eyrnapinna og ætlaði að setja tannburstann minn í skúffuna. Ég opna skúffuna og sé bleikan tannbursta,“ segir hún.

„Ég pældi ekki mikið en eitthvað sagði mér að kanna þetta frekar. Ég fór í gegnum draslið hans og opnaði neðstu skúffuna og sá allar þessar snyrtivörur fyrir konur.“

Hún sá meðal annars sjampó og krem fyrir konur í skúffunni. Hún spurði kærasta sinn út í vörurnar. Hann reyndi fyrst að halda því fram að vörurnar væru hans en breytti síðan sögu sinni og sagði að vinur hans ætti þær.

Skjáskot/TikTok

Svo tók hún eftir furðulegu hári á mottunni. „Hann á hvíta mottu og ég var að horfa á allt hárið, það var svart en ekki krullað. Mér brá aðeins, því þetta var langt svart hár […] Ég vissi að þetta væri ekki mitt hár.“

Kærastinn endaði með að viðurkenna allt saman. Hann sagði að hann væri búinn að eiga í sambandi við aðra konu og hún væri komin þrjá mánuði á leið.

Hann grátbað hana um að hætta ekki með sér og reyndi að fá hana til að flytja inn með sér, ásamt börnunum. „Ég var í áfalli. Við vorum búin að vera saman í tæpt ár. Hann var stjúpfaðir barnanna minna,“ segir hún.

En eftir að hafa komist stuttu seinna að því að hann hefði haldið áður framhjá henni með öðrum konum, þökk sér vísbendingum á samfélagsmiðlum, ákvað hún að fara frá honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn Ian McKellen klæddist Heljargjánni hennar Guðmundu í kynningarmyndbandi ABBA – „Fannst þetta eitthvað svo óraunverulegt“

Stórleikarinn Ian McKellen klæddist Heljargjánni hennar Guðmundu í kynningarmyndbandi ABBA – „Fannst þetta eitthvað svo óraunverulegt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jennifer Lawrence opnar sig um áfallið þegar nektarmyndirnar hennar láku á netið

Jennifer Lawrence opnar sig um áfallið þegar nektarmyndirnar hennar láku á netið