fbpx
Sunnudagur 05.desember 2021
Fókus

Kærastan horfir á klám og notar kynlífstæki – Kærastinn ósáttur og leitar ráða

Fókus
Mánudaginn 25. október 2021 20:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

29 ára maður leitaði ráða hjá kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Dear Deidre, vegna klámáhorfs kærustu sinnar. „Ég og kærastan mín erum í góðu sambandi og stundum gott kynlíf, af hverju reiðir hún sig svona mikið á klám?“ spyr maðurinn í bréfi sem hann sendi til Deidre.

Maðurinn útskýrir málið nánar en hann segir að klámáhorf kærustunnar sé að skemma sjálfsöryggið sitt. „Hún reynir að fela þetta fyrir mér en eina nóttina vaknaði ég við það að hún var að horfa á orgíu í símanum sínum. Hún var að lifa sig svo mikið inn í þetta að hún tók ekki einu sinni eftir því að ég vaknaði,“ segir maðurinn.

„Ég var í svo miklu uppnámi að ég krafðist þess að hún myndi slökkva á þessu. Hún skammaðist sín og baðst afsökunar daginn eftir, hún sagði að þetta myndi ekki koma fyrir aftur.“

Maðurinn er þó handviss um að hún sé ennþá að horfa á klám. „Hún veit ekki að ég veit að hún geymir titrara í bílnum sínum. Hún heldur að ég viti ekki hvað það þýðir þegar hún lokar sig inni á baði klukkutímunum saman. Ég heyri stundum hljóðin í gegnum hurðina, það er augljóst að hún er að horfa á klám í símanum sínum,“ segir hann.

Þá segir maðurinn að þau hafi verið saman í tvö ár. „Hvers vegna þarf hún kynlífsdót og klám þegar við erum að stunda venjulegt kynlíf. Þetta veldur mér virkilega miklum vonbrigðum og þetta er ruglingslegt. Ég hata að hugsa um að hún sé að nota titrarann sinn í bílnum sínum. Þýðir þetta að ég sé ekki nóg?“

Titrarar ættu ekki að vera vandamál

Deidre svarar þá manninum og gefur honum ráð. „Þetta veldur þér uppnámi en kannski hefurðu ekki útskýrt nógu vel fyrir henni hvernig þetta lætur þér líða. Ef klámið sem hún er að horfa á er ekki að hafa áhrif á sambandið ykkar eða hennar heilsu þá þarf þetta ekki að vera vandamál,“ segir Deidre en hún hvetur manninn til að tala almennilega við kærustu sína.

„Vertu hugrakkur og talaðu við hana í fullri hreinskilni. Útskýrðu fyrir henni að þú elskar hana og að þú sért staðráðinn í að halda hlutunum í góðu lagi.“

Að lokum bendir Deidre manninum á að það sé ekkert að því að konur noti kynlífstæki. „Fullt af konum nota titrara og það ætti ekki að vera vandamál.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gefur manninum sínum kynlíf í jólagjöf

Gefur manninum sínum kynlíf í jólagjöf
Fókus
Fyrir 2 dögum

Meghan hertogaynja sigraði æsifréttamiðilinn – „Þetta er ekki bara sigur fyrir mig“

Meghan hertogaynja sigraði æsifréttamiðilinn – „Þetta er ekki bara sigur fyrir mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vigdís um femínismann sem hún segir „rata í ríkisstjórnina“ – „Mér finnst þetta ógeðslegt“

Vigdís um femínismann sem hún segir „rata í ríkisstjórnina“ – „Mér finnst þetta ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bíóbærinn: Encanto, Spencer, House of Gucci og Ridley Scott

Bíóbærinn: Encanto, Spencer, House of Gucci og Ridley Scott