fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
Fókus

Fékk skilaboð frá móður manns eftir hryllilegt stefnumót – „Það er ekkert grín þegar kemur að ástarlífi sonar míns“

Fókus
Mánudaginn 25. október 2021 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki alltaf tekið út með sitjandi sældinni að leita sér af maka og til að finna prinsa þarf oft að sitja misgóð stefnumót með froskum fyrst. Það sem venjulega á sér stað þegar stefnumót eru slæm er að aðilar halda hvor í sína áttina að því loknu og halda leit sinni áfram.

Annað átti sér þó stað hjá manni einum. Hann deilir furðulegri sögu sinni af TikTok en honum brá mikið í brún þegar hann fékk óvenjuleg skilaboð í kjölfar stefnumóts.

Umræddur maður fór á stefnumót með öðrum manni sem reyndist ekki vera draumaprinsinn. Ekkert óvenjulegt við það svo sem.

„Það fyrsta sem hann sagði við mig, þegar hann sá mig stíga út úr bílnum var: „Ó vá þú minnir mig mikið á frænda minn. Það er bæði aðlaðandi og mjög spennandi fyrir mig“.“

Og eftir þetta upphaf varð stefnumótið bara verra. Að stefnumótinu loknu tilkynnti hann hinum manninum að stefnumótin yrðu ekki fleiri. Nokkrum vikum fékk hann svo furðulega skilaboð.

 þetta móðir X. Þú fórst með syni mínum á stefnumót fyrir tveimur vikum og sagðir honum að þið ættuð ekki vel saman. Ég verð að segja að ég varð alveg miður mín þegar sonur minn kom heim af stefnumótinu og var ekki trúlofaður manninum sem hann elskar svo ég ákvað að hafa samband við þig og biðja þig um að byrja með syni mínum og byrja strax að skipuleggja brúðkaup sem verður borgað til helminga af báðum fjölskyldum ykkar.“

Maðurinn ákvað að svara skilaboðunum og spurði hvort konan væri ekki örugglega að grínast.

„Ég hef engan áhuga á að byrja með syni þínum. Hann sagði fullt af hlutum sem voru í hreinskilni sagt furðulegir og fráhrindandi og ég fann fyrir engri tengingu við hann.“

Móðirin var þó ekki að baki dottin og sagði: „Það er ekkert grín þegar kemur að ástarlífi sonar míns. Hann er nú þegar með myndir af þér sem hanga uppi í herberginu hans og honum langar að giftast þér við fyrsta tækifæri. Við ætlum að koma við í vinnunni þinni á morgun og ræða þetta í eigin persónu og sýna þér hringinn sem við erum búin að kaupa.“

Við þetta varð maðurinn nokkuð smeykur og bað konuna um að vinsamlegast halda sig frá vinnustað hans.

„Ég ætla bara að segja þetta einu sinni, en ekki koma í vinnuna mína, aldrei koma þangað. Þetta er umsáturseinelti og áreitni og ef satt skal segja mjög truflandi. Ég er ekki að fara að giftast neinum á næstunni því ég missti nýlega unnusta minn sem ég er viss um að sonur þinn hefur sagt þér.“

Móðirin lét þó ekki segjast.

„Hann sagði mér að þú hefðir misst unnusta þinn og þó það sé mjög leiðinlegt þá þarftu að einbeita þér að því að gleyma því liðna og hugsa frekar um hvernig þú ætlar að gera son minn hamingjusaman. Við ætlum að koma upp á skrifstofu til þín klukkan 13:30 á morgun til að ræða þetta við þig.“

@trustmeimaexpert #greenscreen #myfinALLYmoment #TargetHalloween #tinder #grindr #storytime #foryou #foryoupage #gaydatingproblems #karen #lgbt #gay #gayproblems ♬ original sound – trustmeimaexpert

Myndbandið að ofan gerði maðurinn klukkan 13:15 daginn sem móðirin sagðist ætla að mæta og sagðist hafa farið í langan mat svo hann yrði ekki við ef þau létu sjá sig. Hann bað samstarfsfélaga sína að vera vakandi fyrir konunni og syni hennar og hringja umsvifalaust á lögreglu ef þau kæmu við.

Maðurinn gerði svo annað myndband þar sem hann tók fram að sem betur fer hafi konan ekki mætt með son sinn í vinnuna til hans, en hann hafi þó fengið fleiri skilaboð í þetta sinn frá öðru símanúmeri.

„Ég er að senda þér úr öðrum síma því ég sé að þú ert búinn að loka á hitt númerið og við höfum bæði séð myndbandið þitt á TikTok og ég verð að segja að ég er hneyksluð yfir því að þú komir svona fram við eiginmann þinn og tengdarmóður. Ég er búin að skrá hjá mér í stílabók nöfn þeirra sem hafa skrifað athugasemdir við myndbandið og ætla að nýta mér þau lagalegu úrræði sem mér standa til boða og leita réttar míns gegn þeim sem og gegn þér ef þú fjarlægðir ekki myndbandið UNDIR EINS. Ég mun ekki líða það að þú verðir fjölskyldu minni til skammar og það sem meira er mun ég ekki líða að þú verðir eiginmanni þínum til skammar. Ég krefst þess að þú kaupir handa honum nýjan bíl í brúðkaupsgjöf sem hann velur. Allt ódýrara en 4,5 milljónir er ekki viðeigandi gjöf fyrir eiginmann þinn. Vinsamlegast lagfærðu það sem þú hefur gert á hlut sonar míns og gerðu frekar það sem gerir hann hamingjusaman.“

Maðurinn segist hafa svarað þessu með stuttu og laggóðu svari – „Farðu og ríddu kaktus“

 

@trustmeimaexpert Much requested part 2 #greenscreen #MakeADogsDay #myfinALLYmoment #tinder #grindr #storytime #foryou #foryoupage #gaydatingproblems #lgbt #gayproblems ♬ original sound – trustmeimaexpert

Þarna fóru að renna tvær grímur á manninn og hann leitað til kunningja sem starfar sem rannsóknarlögreglumaður til að komast að því hver stæði á bak við skilaboðin. Lögreglumaðurinn sagði að það væri vissulega móður mannsins sem væri að senda skilaboðin og að umrædd kona hafi áður komið við sögu lögreglu. Þá fyrir að senda sambærileg skilaboð á mann sem hafði hafnað dóttur hennar.

Í því tilviki höfðu móðirin og dóttir hennar verið ákærð fyrir áreitni og umsáturseinelti og ákváðu að gangast undir lögreglusátt til að komast hjá því að vera dæmd í fangelsi.  Móðirin var því á skilorði þegar hún sendi á manninn á TikTok. Skilorðsfulltrúi konunnar kallaði hana því á fund og fékk að fara í gegnum síma hennar.

Þar fundust þó engin merki um skilaboðin sem höfðu verið send á manninn. Lögregla leitaði þá til sonarins og þá gekkst sá við því að hann hefði sjálfur sent skilaboðin til að hefna sín á manninum fyrir að hafna sér.

„Hann er bara reiður því ég hafnaði honum“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Óhefðbundnar fasteignamyndir í 180 milljóna króna húsi vekja athygli – „Rusl? Hvaða rusl?“

Óhefðbundnar fasteignamyndir í 180 milljóna króna húsi vekja athygli – „Rusl? Hvaða rusl?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skilnaðardrama heldur áfram að skekja Kardashian fjölskylduna – „Ég fæ ekki að vita hvar afmælið hennar er“

Skilnaðardrama heldur áfram að skekja Kardashian fjölskylduna – „Ég fæ ekki að vita hvar afmælið hennar er“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Morð í hamingjusamri fjölskyldu – Skelfileg sjón mætti föður og dóttur

Sakamál: Morð í hamingjusamri fjölskyldu – Skelfileg sjón mætti föður og dóttur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fylgjendur tóku eftir svolitlu sem áhrifavaldurinn ætlaði líklega ekki að hafa með á myndinni

Fylgjendur tóku eftir svolitlu sem áhrifavaldurinn ætlaði líklega ekki að hafa með á myndinni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þessi einfalda spurning gæti komið í veg fyrir næsta rifrildi við makann

Þessi einfalda spurning gæti komið í veg fyrir næsta rifrildi við makann
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fríkaði út þegar hún fékk skilaboð frá ókunnugri konu sem bað að heilsa kærastanum

Fríkaði út þegar hún fékk skilaboð frá ókunnugri konu sem bað að heilsa kærastanum