fbpx
Sunnudagur 28.nóvember 2021
Fókus

Unnar segir að foreldrar barnanna hafi staðið með gerandanum – Skipaði stúlku að afklæða sig af því hann ætlaði að fitumæla hana

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 24. október 2021 16:52

Unnar Karl Halldórsson. Mynd: Hringbraut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Öskrandi, froðufellandi foreldrar og grátandi börn og unglingar…út af óréttlætinu gagnvart þjálfaranum. Já, þið lásuð rétt…gagnvart þjálfaranum! Ég stóð með öskrandi foreldra og iðkendur sem heimtuðu að hann héldi áfram en „helvítis lyga tussurnar“ skildu drulla sér burt. Svo ég ítreki þetta og útskýri….Foreldrar barnanna stóðu og hótuðu mér (sem er aldrei góð hugmynd by the way) og heimtuðu að ég leyfði meintum barnaníðing og kynferðisafbrotamanni að vera áfram með börnin þeirra í þjálfun. Eruð þið enn með mér? Eruð þið að meðtaka þessa sturlun?“ segir Unnar Karl Halldórsson í nýlegum pistli, en hann lýsir þar aðstæðum í sérsambandi innan ÍSÍ sem hann var í forsvari fyrir.

Unnar er mjög gagnrýnin á íþróttahreyfinguna og segir kynferðisbrot þrífast innan hennar í skjóli þagnar og rangfærslna. Í þættinum Undir yfirborðinu, í umsjón Ásdísar Olsen, sem er á dagskrá Hringbrautar í kvöld, lýsir hann því meðal annars hvernig þjálfari hafi skipað ungri stúlku að aklæða sig af því hann ætlaði að fitumæla hana.

Unnar Karl er óhræddur við að láta í sér heyra varðandi kynferðisofbeldi og gerendameðvirkni en pistlar hans á FB hafa vakið gífurlega athygli undanfarið, en þúsundir Íslendinga hafa tekið undir og deilt pistlunum hans.

Um mál konu sem sakaði tvo íslenska landsliðsmenn í knattspyrnu um hópnauðgun í Kaupmannahöfn árið 2010 segir Unnar Karl meðal annars í nýlegum pistli:

„Hún lagði fram kæru. Það var auðvitað ráðist á hana með öllum ráðum til að letja hana og fá hana til að falla frá kæru þar sem hún gæti komið sér illa fyrir dáðadrengi. Það tókst og á endanum gafst hún upp og dró hana til baka. Svo er næsti valkostur, að þegja og það gerði hún í áratug. Á kostnað sinnar heilsu, þvert á sína samvisku. Svo ákveður hún að segja frá, án þess þó að nafngreina mennina en kemur fram undir eigin nafni. Hún tekur svo ákvörðun um að leggja fram kæru öðru sinni. Kannski vegna breytts viðhorfs samfélagsins , kannski vegna byltingarinnar sem er í gangi. Eða kannski bara af því að núna var hún tilbúin.  Hver sem ástæðan er þá kemur okkur það ekki rassgat við.“

Unnar Karl lætur gamminn geysa í þættinum Undir yfirborðinu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut kl. 20 í kvöld. 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Byrjaði með fanga og blæs á ásakanir um að hún sé að eltast við peningana hans – „Hann vill dekra við mig og gera mig hamingjusama“

Byrjaði með fanga og blæs á ásakanir um að hún sé að eltast við peningana hans – „Hann vill dekra við mig og gera mig hamingjusama“
Fókus
Í gær

Ráðalaus varðandi nýja kærastann – „Uppáhalds kynlífsathöfnin hans er að sjúga tærnar mínar“

Ráðalaus varðandi nýja kærastann – „Uppáhalds kynlífsathöfnin hans er að sjúga tærnar mínar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjálftitluð raðhjákona afhjúpar vísbendingar um framhjáhald

Sjálftitluð raðhjákona afhjúpar vísbendingar um framhjáhald
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjón verða fyrir aðkasti vegna strangra reglna þeirra fyrir hvort annað – „Sorry en þetta er algjörlega galið“

Hjón verða fyrir aðkasti vegna strangra reglna þeirra fyrir hvort annað – „Sorry en þetta er algjörlega galið“