fbpx
Sunnudagur 28.nóvember 2021
Fókus

Selur jóladagatal með íslensku matarhandverki – „Það sniðugasta sem mér hefur dottið í hug á ævinni“

Erla Hlynsdóttir
Sunnudaginn 24. október 2021 19:04

Hlédís Sveinsdóttir. Mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóladagatöl fyrir fullorðna fólkið njóta síaukinna vinsælda og í ár bætist ný tegund í flóruna – jóladagatal með íslensku matarhandverki.

Hlédís Sveinsdóttir, oft kölluð matarmarkaðsmamman, er konan á bak við dagatalið en hún hefur staðið að Matarmarkaði Íslands í Hörpunni um árabil ásamt Eirnýju Sigurðardóttur. Hlédís er mikill reynslubolti á þessu sviði, var til að mynda talskona Beint frá býli á sínum tíma sem var eins konar brú milli framleiðanda og neytenda. Þá situr hún í nefnd sem vinnur að því að búa til landbúnaðarstefnu Íslands og sér um þættina Að vestan fyrir sjónvarpsstöðina N4.

„Ég er svo mikið fullorðinsbarn“

Í dagatalinu er að finna vörur frá 17 íslenskum smáframleiðendum, þar af  21 matvara og þrjár snyrtivörur sem eru unnar úr íslenskri náttúru. Þeir sem vilja vita nákvæmlega hvaða vörur eru í dagatalinu geta séð það hér að neðan, en þeir sem vilja kaupa dagatal og láta allt koma sér á óvart fá viðvörun áður en sá listi er birtur. Við getum þó hér nefnd örfá dæmi, svo sem rabarbarakaramellu, piparkökusíróp, fjallagrasadrykk og hampte. „Þetta er jóladagatal fyrir þá sem vilja gera vel við sig í jólamánuðinum,“ segir hún.

Hugmyndina fékk Hlédís fyrir nokkrum árum eftir að hún hafði pantað sér snyrtivörudagatal með vörum fá ýmsum merkjum. „Ég fattaði þá hvað þetta er ótrúlega gaman. Ég er svo mikið fullorðinsbarn að mér finnst geggjað að fá jóladagatal. Þetta er ekki bara fyrir börnin.“

Í snyrtivörudagatalinu fylgdi miði með hverri vöru þar sem sagt far frá vörunni og/eða framleiðandanum og hvernig væri best að nota vöruna. Sama verður uppi á teningnum í matardagatalinu, þegar fólk er búið að opna glugga og fá vöru fylgir með nánari lýsing og upplýsingar um framleiðandann. Þannig er verið að færa neytendur nær fjölmörgum íslenskum framleiðendum víða um land.

Ekki hugsað til einna jóla

Og það er vægt til orða tekið að segja að Hlédís sé spennt fyrir jóladagatalinu. „Þetta er það sniðugasta sem mér hefur dottið í hug á ævinni. Samt hefur mér dottið margt sniðugt í hug,“ segir hún.

Bæði er í boði að fá jóladagatal með 24 gluggum en einnig er hægt að fá dagatal með 12 gluggum. Hlédís segist hafa hugsað það sem mögulegar starfsmannagjafir. „Þetta dagatal líka kostar sitt en það er algjörlega þess virði. Ég hugsa þetta verkefni ekki bara fyrir þessi jól heldur langar mig að halda þessu áfram og kynna fólk fyrir fjölda íslenskra framleiðenda sem eru að gera ótrúlega flotta hluti,“ segir hún.

Á Facebooksíðunni Jóladagatal – íslenskt matarhandverk er hægt að fá upplýsingar um hvernig hægt er að panta dagatal.

Þeir sem vilja EKKI vita nákvæmlega hvaða vörur verða í dagatalinu skulu hætta að lesa núna. Aðrir mega gjarnan lesa áfram.

.

Sýnishorn af vörum sem verða í jóladagatalinu. Aðsend mynd.

Jóladagatal með 24 númeruðum gjöfum:

Saltverk Salt (90 gr) – sjálfbært beint úr sjó Ísafjarðardjúpi

Angan Baðsalt (100 gr) – steinefnaríku sjávarsalti, handtíndum þara Ísafjarðardjúpi

Háafell Geitamjólkursápa – án allra aukaefna Hvítársíða Borgarfirði

Omnom Jólasúkkulaði (60 gr) – súkkulaðijólasæla Rvk

Islandus Islandus fjallagrasa drykkur (187ml) – Krækiber, bláber og mysa Erpstaðir Dalabyggð

Islandus Islandus Kex, fjallagrös og fræ (75gr) – Erpstaðir Dalabyggð

Móðir jörð Biggflögu granóla (140 gr) Vallanes

Móðir jörð Biggótto (140 gr) Vallanes

Gautavík Hampte – heilsuvara Berufjörður

Rabarbía Rabarbarakaramella (20gr) – handgert með lífrænum rabarbara Skeiða- Gnúpverjahrepp

Svava sinnep Sinnep (140gr) – Svava deilir sinni uppskrift Rvk

Lefever Sauce Sterk sósa (150ml) – fyrsta íslenska heita sósan Djúpavík

Kaja organic Byggkaffi (110gr) – malað, ristað lífrænt bygg Akranes – lífrænt /bygg Vallarnes

Kaja organic Þarapasta (200gr) – lífrænt með íslenskum þara Akranes – lífrænt

Kaja organic Lífrænt jólakrydd (40gr) – lífrænt, sérvalið fyrir dagatalið Akranes – lífrænt

Lava cheese Ostasnakk (60 gr) – úr þurrkuðum léttkrydduðum íslenskum osti Rvk

Íslensk Hollusta Bláberjasulta (100gr) – úr íslenskum berjum Rvk

Íslensk Hollusta Gin wild (50 ml) – íslensk gin Rvk

Holt og heiðar Grenisýróp (263gr) – án rotvarnarefna Hallormstað

Holt og heiðar Lerkisveppir (164gr) – þurrkaðir ekta lerkisveppir Hallormstað

Sólheimar Varasalvi m/ jurtum sem ræktaðar eru á Sólheimum Sólheimum Suðurlandi

Urta iclandica Te, ísl blanda (10 pokar) – villtar íslenskar jurtir. Hafnarfjörður

Urta iclandica Piparkökusýróp (60 ml) – sannkallað jólasýróp Hafnarfjörður

Sælusápur Jólakerti m/ gamaldags jólailm (110 ml) Þistilfirði

Verð á dagatali með 24 gjöfum = 29.000 kr

Tengill til að kaupa

.

.

Askja með 12 gjöfum:

Saltverk Salt (90 gr) – sjálfbært beint úr sjó Ísafjarðardjúpi

Angan Baðsalt (100 gr) – steinefnaríku sjávarsalti, handtíndum þara Ísafjarðardjúpi

Háafell Geitamjólkursápa – án allra aukaefna Hvítársíða Borgarfirði

Omnom Jólasúkkulaði (60 gr) – súkkulaðijólasæla Rvk

Islandus Islandus kex (75gr) – úr mysu, fræjum og fjallagrösum Erpstaðir Dalabyggð

Móðir jörð Biggflögu granóla (140 gr) – Byggflögur, graskersfræ og fl. gott. Vallanes

Gautavík Hampte – heilsuvara Berufjörður

Rabarbía Rabarbarakaramella (20gr) – handgert með lífrænum rabarbara Skeiða- Gnúpverjahrepp

Svava sinnep Sinnep (140gr) – Svava deilir sinni uppskrift Rvk

Sælusápur Jólakerti m/ gamaldags jólailm (110 ml) Þistilfirði

Holt og heiðar Grenisýróp (263gr) – án rotvarnarefna Hallormstað

Kaja organic Lífrænt Þarapasta (200gr) – lífrænt Akranesi.

Verð á dagatali með 12 gjöfum = 14.500 kr

Tengill til að kaupa

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Byrjaði með fanga og blæs á ásakanir um að hún sé að eltast við peningana hans – „Hann vill dekra við mig og gera mig hamingjusama“

Byrjaði með fanga og blæs á ásakanir um að hún sé að eltast við peningana hans – „Hann vill dekra við mig og gera mig hamingjusama“
Fókus
Í gær

Ráðalaus varðandi nýja kærastann – „Uppáhalds kynlífsathöfnin hans er að sjúga tærnar mínar“

Ráðalaus varðandi nýja kærastann – „Uppáhalds kynlífsathöfnin hans er að sjúga tærnar mínar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjálftitluð raðhjákona afhjúpar vísbendingar um framhjáhald

Sjálftitluð raðhjákona afhjúpar vísbendingar um framhjáhald
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjón verða fyrir aðkasti vegna strangra reglna þeirra fyrir hvort annað – „Sorry en þetta er algjörlega galið“

Hjón verða fyrir aðkasti vegna strangra reglna þeirra fyrir hvort annað – „Sorry en þetta er algjörlega galið“