fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Fókus

Saklaus spurning manns um kynlíf sprengdi internetið – Kynlífsfræðingurinn segir þetta ástæðuna

Fókus
Laugardaginn 23. október 2021 21:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður nokkur setti TikTok á hliðina með einfaldri spurningu sem hann beindi til kvenna. Hann spurði hreinlega hvernig konur upplifi kynlíf.

@owenbouressa5But fr tho👀

♬ Hell Shell Remix – ❤︎ ʟᴇɢᴏsʜɪ ❤︎

Svörin létu ekki standa á sér og mætti segja að fjöldi kvenna hafi nýtt þetta tækifæri til að benda karlmönnum á að þeir séu ekki eins frábærir í bólinu og þeir margir halda.

Hér má finna dæmi um nokkur svör kvenna um hvernig þær upplifi kynlíf.

„Eins og þegar einhvern klórar á þér bakið en missir alltaf af staðnum þar sem þig klæjar.“ 

„Eins og þegar þú ert við það að hnerra en það gerist svo aldrei“ 

„Það er eins og að hlusta á uppáhaldslagið sitt en það stoppar áður en besti hlutinn kemur“

„Það er svolítið eins og þegar börnin þín hjálpa þér að taka og þú segir þeim að þau hafi staðið sig vel en svo endaru með að þurfa að gera allt sjálf“

„Þegar þú opnar ísskápinn því þú ert svöng en endar svo með að fá þér ekkki neitt“

„Það er eins þegar þú sérð þjóninn með mat en svo gengur hann að öðru borði“ 

„Það er eins og að opna afmæliskort með engum pening í“ 

„Eins og ég hefði átt að vera lesbía“

Svörin á þessa leið voru fleiri þúsund.

Kynlífssérfræðingurinn Nadia Bokody segir ástæðuna fyrir þessum viðbrögðum vera þá að konur reyni að jafnaði að hlífa mönnum við þeim sannleika að kynlíf gagnkynhneigðra kvenna valdi iðulega vonbrigðum.

„Á þeim 10 árum sem ég hef skrifað um fullnægingar kvenna þá hef ég enn ekki hitt fyrir karlmann sem er ekki sannfærður um að hann sé undantekning reglunnar hvað varðar uppgerðar fullnægingar – að slíkt eigi sér ekki stað í hans svefnherbergi.

Hann heldur því fram að allar konur sem hann hafi sængað hjá hafi fengið það. (Einn lesandi var svo viss í sinni sök að hann fór á Twitter til að lýsa því yfir að ástkona hans hefði fengið yfir tuttugu fullnægingar á einu kvöldi, og skammarlaust bætti því við að hún hafi legið hreyfingarlaus allan tímann.“

Nadia segir að hæfileikar í kynlífi birtist í menningunni sem eiginleiki alvöru karlmennsku og þegar menn upplifi að þeir séu ekki að standa sig nægilega vel þá fari þeir á klámsíður til að mennta sig um hvað betur mætti fara, frekar en að ræða við konur.

„Sem einstaklingur sem hefur fengið yfir sig reiði karlmanna í hvert sinn sem ég svo mikið sem minnist á uppgerðar fullnægingar í störfum mínum þá hefur eitt orðið mér alveg ljóst og það er að við þurfum að gera karlmenn móttækilegri fyrir því að fá gagnrýni frá konum.“

Nadia segir að samfélagið sé of upptekið af því að vernda sjálfsmynd karlmanna og því sé áðurnefnt myndband gott dæmi til að taka þar sem þar greini þúsundir kvenna frá því að kynlíf valdi þeim oft vonbrigðum. Sumar konur í athugasemdum sögðu að það væri ákveðinn leikaraferill að hafa samfarir.

Þetta sé í samræmi við rannsóknir sem hafi komist að þeirri niðurstöðu að fullnægingar er ekki eitthvað sem konur sem sofa hjá karlmönnum telja yfirhöfuð mikilvægt í kynlífi.

„Ég kom einu sinni með þann brandara í færslu, sem ég endaði með að fá yfir mig mikið af hatri frá karlmönnum fyrir, að það væru tvenns konar konur í heiminum – Þær sem hafa gert sér upp fullnægingu – og lygarar.“

Nadia er þeirrar trúar að með því að opna þessa umræðu og með því að gera það samfélagslega viðurkennt að gefa karlmönnum uppbyggilega gagnrýni í kynlífi þá eigi þeir eftir að standa sig betur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hugleikur birti skopmynd með ádeilu á meinta viðkvæmni sem misbauð Facebook – Sjáðu myndina sem Facebook bannaði!

Hugleikur birti skopmynd með ádeilu á meinta viðkvæmni sem misbauð Facebook – Sjáðu myndina sem Facebook bannaði!
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýir heimildarþættir BBC kynda undir kenningum um einelti Meghan Markle í garð starfsfólks

Nýir heimildarþættir BBC kynda undir kenningum um einelti Meghan Markle í garð starfsfólks