fbpx
Sunnudagur 28.nóvember 2021
Fókus

Er glugginn í alvörunni að snúast? – „Þessi sjónhverfing eyðilagði heilann í mér“

Fókus
Laugardaginn 23. október 2021 11:00

Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónhverfingar geta verið skemmtilegar en þessi hér er algjörlega mögnuð og lætur flesta efast um hvort sjónin þeirra sé í lagi.

Þessi sjónhverfing kallast The Ames window, eða Ames glugginn, og hefur vakið mikla athygli að undanförnu eftir að brot úr áströlsku seríunni The Curiosity Show fór í dreifingu á netinu – brot frá áttunda áratugnum.

Glugginn er í raun trapísulaga pappaspjald sem er búið að klippa og skyggja þannig að glugginn virðist vera í þrívídd. Þegar spjaldið er látið snúast í hringi nema augu flestra blekkinguna sem svo að glugginn snúist til hægri, stoppi, snúist til vinstri, stoppi, og svo framvegis, í stað þess að sjá að hann snýst í raun í hringi.

Þetta verður síðan enn undarlegra þegar hlutur er festur við gluggann og greinilegt er að sá hlutur fer í hringi en glugginn virðist áfram fara til hægri og vinstri.

Derek Muller, sem heldur úti vísindavarpinu Veritasium á Youtube, hefur lagst í enn frekari rannsóknir á ástæðum þess að hugur okkar og sjón blekkir okkur svo þegar við sjáum Ames gluggann snúast. Derek bjó til svo stóran glugga að hann gat sjálfur klifrað upp í hann á meðan glugginn var að snúast.

Ames glugginn var búinn til af Adelbert Ames Jr. sem er þekktur fyrir aðra sjónhverfingu – Ames herbergið. Herbergið er sérstakt fyrir þær sakir að það fer eftir því hvar fólk stendur í herberginu hvort það virðist vera afskaplega hávaxið eða mjög lágvaxið.

Ames herbergið. Mynd/Shutterstock
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hanna Björg skrifar opið bréf til gerenda – Með tillögur fyrir þá sem vilja gera betur

Hanna Björg skrifar opið bréf til gerenda – Með tillögur fyrir þá sem vilja gera betur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólasveinninn eignast kærasta í nýrri auglýsingu

Jólasveinninn eignast kærasta í nýrri auglýsingu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mögnuð hönnunarperla Manfreðs komin á sölu – Styrmir Gunnarsson reisti og bjó í húsinu fram á síðasta dag

Mögnuð hönnunarperla Manfreðs komin á sölu – Styrmir Gunnarsson reisti og bjó í húsinu fram á síðasta dag
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg velgengni Vögguvísna Hafdísar Huldar og Alisdairs

Ótrúleg velgengni Vögguvísna Hafdísar Huldar og Alisdairs