fbpx
Sunnudagur 28.nóvember 2021
Fókus

Elton John lætur Ed Sheeran heyra það eftir að sá síðarnefni ljóstraði upp leyndarmálinu

Fókus
Laugardaginn 23. október 2021 18:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistargoðsögnin Elton John stendur nú í þeirri trú að ef þú átt þér leyndarmál þá er líklega ekki best að deila þeim með kollega hans, Ed Sheeran, því sá kunni ekki að þegja yfir leyndarmálum.

Ed Sheeran nefnilega greindi frá því í viðtali við hollensku útvarpsstöðina NPO Radio 2 að hann og Elton ætli sér að gefa saman út jólalag í ár, eitthvað sem átti að vera leyndarmál, eða svo hélt Elton.

„Já hann hleypti kettinum úr sekknum er það ekki?,“ sagði John í samtali við NME þegar hann var spurður út í samstarfið.

„Ég var látinn sverja þagnareið og svo fór stóri kjafturinn á Sheeran til Hollands! Það er ekki komið út ennn – við höfum ekki klárað það og það er enn nokkur vinna eftir.“

Elton sagði í viðtalinu að þeir félagar vonist eftir að ná toppsæti vinsældalista með lagi sínu en það verði líklega erfitt þar sem þeir þurfi að keppa við áhrifavaldinn LadBaby sem hefur gefið út gamansöm jólalög í anda Baggalúts forðum síðustu þrjú ár sem öll hafa náð eftirsótta toppsætinu.

„Við þurfum að keppa við pulsu-manninn er það ekki? Við þurfum að takast á við LadBaby. Þegar við sláum honum út þá gætum við átt greiða leið að vinsælasta laginu. Hann virðist kominn með einkarétt á jólaplötum og gott hjá honum“ sagði Elton og vísaði þá til lags Ladbaby frá árinu 2018 – „We Built This City… on Sausage Rolls

Sheeran hefur greint frá því að það hafi verið Elton sem fékk hugmyndina að samstarfinu. hann hafi hring í hann á jóladag í fyrra.

„Hann sagði að lagið hans „Step Into Christmas“ [sem var gefið út árið 1973] væri í sjötta sæti á vinsældalistanum og „Ég er 74 ára og ég er enn að ná lögum inn á fokking listann, þetta er frábært. Ég vil gera annað jólalag viltu gera það með mer?“.“

Ed segist sjálfur aldrei hafa haft áhuga á að gera jólalag. En svo lést vinur hans og þá endurhugsaði hann afstöðu sína.

„Það bara sló mig hvernig allt getur breyst á einni nóttu. Svo ég spurði sjálfan mig: „Af hverju í fjandanum er ég ekki að búa til jólalag með Elton John? Kannski verð ég ekki hérna á morgun og þetta verður fjári góð leið til að halda upp á jólin.“

Elton greindi frá því í áðurnefndu viðtali að honum hlakki til að setjast í helgan stein, en hann ætlar að gera það að með stíl í kveðjutónleikarferð sinni – Goodbye Yellow Brick Road sem er áætlað að ljúki árið 2023.

„Eins  og staðan er núna þá hætti ég að öllum líkindum árið 2023, um sumarið, en þá verð ég einmitt 76 ára – og þá er þetta komið elskan. Ég get ekki beðið eftir tónleikarferðinni og  mun skemmta mér konunglega en ég get heldur ekki beðið eftir að klára og segja: Jæja nú er komið gott.“

Mest hlakkar honum til að eyða tíma með fjölskyldunni.

„Ég er búin að fá nóg af klappinu. Ég vil verja tíma með fjölskyldunni minni. Ég vil vera með strákunum mínum.“

Heimild – Mirror

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hanna Björg skrifar opið bréf til gerenda – Með tillögur fyrir þá sem vilja gera betur

Hanna Björg skrifar opið bréf til gerenda – Með tillögur fyrir þá sem vilja gera betur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólasveinninn eignast kærasta í nýrri auglýsingu

Jólasveinninn eignast kærasta í nýrri auglýsingu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mögnuð hönnunarperla Manfreðs komin á sölu – Styrmir Gunnarsson reisti og bjó í húsinu fram á síðasta dag

Mögnuð hönnunarperla Manfreðs komin á sölu – Styrmir Gunnarsson reisti og bjó í húsinu fram á síðasta dag
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg velgengni Vögguvísna Hafdísar Huldar og Alisdairs

Ótrúleg velgengni Vögguvísna Hafdísar Huldar og Alisdairs