fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Fókus

Fullorðnar konur niðurlægðu 17 ára stelpu fyrir klæðnað hennar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 22. október 2021 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grace Brumfield er 17 ára bandarísk stelpa frá Alabama í Bandaríkjunum. Hún fór á skóladansleik með kærasta sínum og birti tengdamóðir hennar nokkrar fallegar myndir af parinu á Facebook.

Viðbrögðin voru allt önnur en hún bjóst við en fjöldi fullorðinna einstaklinga gerðu lítið úr henni og kjólnum hennar. Þá gekk ein kona  svo langt að segja að hún væri að „biðja um að láta nauðga sér.“

Ýttu á örina til hægri til að sjá fleiri myndir.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Grace brumfield (@_gracebrumfield_)

Grace klæddist kjól sem var innblásinn af hefndarkjól Díönu Prinsessu og var stórglæsileg.

„Skóladansleikurinn var frábær! Ég fékk svo mörg hrós fyrir kjólinn minn,“ segir Grace í samtali við BuzzFeed.

Móðir kærasta hennar birti myndir af parinu í Facebook-hópnum Sunflowers and Daisies.

„Tengdamóðir mín byrjaði á því að segja mér að myndirnar væru komnar með í kringum 32 þúsund „likes“. Hún sagði mér svo frá öllum fallegu athugasemdunum og sagði síðan: „Já og auðvitað eru neikvæðar athugasemdir líka.“ Ég fékk strax sting í hjartað því ég var svo örugg með útlit mitt og klæðnað minn þetta kvöld og ég vildi ekki láta taka það frá mér. Mér hefur verið strítt alla ævi, ég skipti um skóla á fyrsta ári í framhaldsskóla því stríðnin var óbærileg,“ segir hún.

Skjáskot/TikTok

Grace ákvað að skoða færsluna og athugasemdirnar og var mjög brugðið yfir hversu ljót mörg þeirra voru.

„Þetta kom mér á óvart því flestar athugasemdirnar voru frá konum og þetta voru allt mömmur og ömmur. Eina spurningin mín var: „Af hverju?“ Ég sé ekkert athugavert við myndirnar mínar, þannig af hverju allar þessar neikvæðu athugasemdir?“

Skjáskot/TikTok

Grace reyndi að líta á spauglegu hliðina á þessu og birti myndband á TikTok.

@mgracebrumfield##greenscreen I hate my town…##homecoming##karen##happierthanever##facebook♬ Happier than ever – Spam = bl🚫ck

Af öllum ljótu athugasemdunum var ein sem særði mest. „Hún sagði að miðað við hvernig ég var klædd þá var ég að biðja um að láta nauðga mér. Sem þolandi kynferðisofbeldis gerði þetta mig brjálaða, því föt eru ekki ástæðan fyrir því að karlar og konur verða fyrir kynferðisofbeldi.“

Foreldrar Grace, kærasti hennar og tengdamóðir hennar hafa staðið við bakið á Grace. „Tengdamóðir mín hefur verið að svara nokkrum ljótum athugasemdum og kærasti minn er sífellt að minna mig á hversu falleg ég var þetta kvöld,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lék dóttur Jude Law í The Holiday – „Ógeðslega“ athugasemdin sem hún fær frá eldri körlum

Lék dóttur Jude Law í The Holiday – „Ógeðslega“ athugasemdin sem hún fær frá eldri körlum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vigdís um femínismann sem hún segir „rata í ríkisstjórnina“ – „Mér finnst þetta ógeðslegt“

Vigdís um femínismann sem hún segir „rata í ríkisstjórnina“ – „Mér finnst þetta ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Komin með nóg af Will og Jada og skora á fjölmiðla að hætta að skrifa um kynlíf þeirra – „Þetta er ekki mönnum bjóðandi“ 

Komin með nóg af Will og Jada og skora á fjölmiðla að hætta að skrifa um kynlíf þeirra – „Þetta er ekki mönnum bjóðandi“ 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjarna frægasta kynlífsmyndbands tíunda áratugarins leysir frá skjóðunni – „Fullnægingarnar þurftu að vera ekta“

Stjarna frægasta kynlífsmyndbands tíunda áratugarins leysir frá skjóðunni – „Fullnægingarnar þurftu að vera ekta“