fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
Fókus

Kynlífsráðin sem Gwyneth Paltrow gefur börnum sínum – „Ég reyni að vera bara forvitin“

Fókus
Fimmtudaginn 21. október 2021 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan og athafnakonan Gwyneth Paltrow ræddi í viðtali við Entertainment Tonight á þriðjudaginn um hvaða ráðleggingar hún hefur gefið börnum sínum tveimur hvað varðar kynlíf.

Börn hennar og tónlistarmannsins Chris Martins, Apple og Moses, eru í dag 17 og 15 ára.

„Unglingum mun aldrei sérstaklega langa til að ræða við foreldra sína um kynlíf svo ég reyni að fylgja þeirra fordæmi,“ segir Gwyneth og bætir því við að börn hennar hafi fengið umfangsmikla og góða kynfræðslu í skólanum.

Hún segir að það hafi verið innrætt í hennar kynslóð að skammast sín fyrir kynlíf og hún vill að börn hennar læri að hlusta á og treysta þeirra eigin eðlisávísun.

„Ég reyni að vera hlutlaus í þessari umræðu. Ég reyni að vera bara forvitin. Ég held að aðalatriðið sem enginn segir þér er að þú verður að halda þig ansi nærri þínum eigin sannleika og verður að sýna þeim sannleika heilindi.

Því þegar þú ert í sambandi og ert ekki að vera þú sjálft, þú ert að aðlaga væntingar eða harka af þér í gegnum eitthvað þá held ég að það geti haft frekar skaðleg áhrif á það hvernig þú lítur á sjálft þig.“

Hún hvetur Apple og Moses til að „hlusta á þau sjálf, hlusta á eðlisávísun sína, hlusta ef þeim finnst eitthvað rétt og framkvæma út frá því.“

Líklega vita börn Gwyneth vel að hægt sé að nálgast móður þeirra með spurningar um kynlíf. Fyrirtæki Gwyneth – Goop- hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir að selja vörur á borð við kerti með píkulykt, kynlífstæki og ýmis nýaldartól. Hún greindi frá því nýlega að sonur hennar væri stoltur af fyrirtækinu.

Hann upp úr þurru nefndi við móður sína að honum hafi í smá stund þótt mjög vandræðalegt að mamma hans væri að selja titrara.

„En svo fattaði ég að þetta er frábært – þú ert að fá fólk til að skammast sín ekki fyrir að kaupa eitthvað og það er frábært. Þú ert femínisti.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Hætti með honum í hvatvísi og svona ákvað hún að reyna að vinna hann til baka – „Hann á eftir að hugsa að ég sé algjörlega galin“

Hætti með honum í hvatvísi og svona ákvað hún að reyna að vinna hann til baka – „Hann á eftir að hugsa að ég sé algjörlega galin“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stefnur og straumar í svefnherberginu – Svona verður kynlífs-tískan árið 2022

Stefnur og straumar í svefnherberginu – Svona verður kynlífs-tískan árið 2022
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dánarorsök Betty White opinberuð

Dánarorsök Betty White opinberuð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Miður sín eftir bikinívaxið – „Langaði bara að skríða ofan í holu og deyja“

Miður sín eftir bikinívaxið – „Langaði bara að skríða ofan í holu og deyja“