fbpx
Föstudagur 26.nóvember 2021
Fókus

Egill minnist móðurbróður síns sem átti ótrúlegt lífshlaup – Var goðsagnapersóna í lifanda lífi í Eþíópíu

Fókus
Fimmtudaginn 21. október 2021 16:45

Egill minnist móðurbróður síns, Jóhannesar Ólafssonar með hlýju

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Jóhannes er einn sá maður sem ég hef borið mesta virðingu fyrir á ævinni,“ skrifar fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason í pistli á Facebook-síðu sinni þar sem hann minnist móðurbróður síns, Jóhannesar Ólafssonar, sem andaðist í Noregi í gær, 93 ára að aldri.

Egill fer í nokkrum orðum yfir stórmerka ævi frænda síns. „Hann ólst upp í Kína þar sem foreldrar hans voru kristniboðar, og eftir stúdentspróf fetaði hann sömu slóð, gerðist læknir og kristniboði í Eþíópíu. Hann var læknir í stórum héruðum þar sem var sáralitla læknisþjónustu að hafa. Hann vann baki botnu, skar og skar; Eþíópíumaður sem ég hitti einu sinni sagði að Jóhannes hefði verið goðsagnapersóna í lifanda lífi í Eþíópíu,“ skrifar Egill.

Hann telur það ómögulegt að henda tölu á hversu mörgum mannslífum Jóhannes bjargaði eða hversu mörgum einstaklingum hann læknaði og líknaði. Trúin hafi verið helsta stoð frænda hans í starfi sem var afar gefandi en kostaði líka margvíslegar fórnir, að minnsta kosti á mælikvarða vestrænnar efnishyggju. „Blessuð sé minning stóra bróður mömmu minnar – sem hún elskaði og dáði alla tíð,“ skrifar Egill.

Fyrst kristniboði, svo læknir

Árið 2014 birtist í Læknablaðinu ítarleg umfjöllun um ævi Jóhannesar og er augljóst á innganginum að þar var enginn venjulegur maður á ferð. „Hann kom undir í Kína, fæddist í Noregi, ættaður úr Borgarfirðinum, lærði til læknis í Reykjavík og eyddi stærstum hluta starfsævinnar í sunnanverðri Eþíópíu“.

Í greininni er fjallað um hvernig foreldrar Jóhannesar, Ólafur Ólafsson kristniboði og Herborg Eldevik Ólafsson, hafi neyðst til að flýja störf sín í Kína vegna borgararstyrjaldar þar í landi haustið 1927. Flúðu þau til Noregs, heimalands Herborgar, og fæddist Jóhannes þar, í bænum Slettaune í Orkdal, snemma árs 1928.

Rúmu ári síðar hafði ástandið í Kína róast og þangað flutti fjölskyldan aftur og þar ólst Jóhannes upp til níu ára aldurs. Fjölskyldan fór síðan í lögboðið frí til Noregs árið 1937 en þegar ætlunin var að snúa aftur „heim“ til Kína var styrjöld skollin á eystra. Förinni var því heitið til Íslands og hér dvaldi Jóhannes næstu tvo áratugi.

Á menntaskólaárunum kynntist hann hjúkrunarnema frá Vestmannaeyjum, Áslaugu Johnsen, og þau opinberuðu trúlofun sína daginn sem hann varð stúdent, 17. júní 1949. Í umfjöllun Læknablaðsins kemur fram að Jóhannes hafi verið ákveðinn í að starfa sem kristniboði en Áslaug hafi verið örlagavaldur varðandi ævistarfið.

„Áslaug spurði af hverju ég færi ekki í læknisfræði, þar gæti ég orðið að liði í trúboðsstarfinu. Ég leit alltaf á þetta sem sama hlutinn. Í báðum hlutverkum var ég að þjóna og hjálpa fólki. Það bjó mjög sterkt í mér að starfa að trúboði og í Kína hafði ég séð hversu vel þetta tengdist því skólinn okkar var í nágrenni við sjúkrahús kristniboðsins þar,“ segir Jóhannes.

Eftir að hafa menntað sig sem læknir í rúman áratug hafi hjónin haldið á vit ævintýranna í Eþíópíu árið 1960.

Óhætt er að mæla með umfjöllun Læknablaðsins um Jóhannes en þar er fjallað ítarlega um feril hans og starfsævina í Eþíópíu og allar þær áskoranir sem þar komu upp, hungursneyðir og styrjaldir.

Lesa má umfjöllun Læknablaðsins í heild sinni hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sjáðu myndirnar: Madonna braut reglu Instagram – Lét sjást í forboðinn líkamspart

Sjáðu myndirnar: Madonna braut reglu Instagram – Lét sjást í forboðinn líkamspart
Fókus
Í gær

Gunnar Karl varð fyrir hrottalegri hópnauðgun – „Ég rankaði við mér sex til sjö tímum seinna“

Gunnar Karl varð fyrir hrottalegri hópnauðgun – „Ég rankaði við mér sex til sjö tímum seinna“
Fókus
Í gær

„Það er komið nóg af lufsu­gangi á þessu heimili“

„Það er komið nóg af lufsu­gangi á þessu heimili“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eyþór Arnalds árinu eldri og fagnar með svakalegri ræktarmynd – „Varstu svona massaður í skipulagsráði áðan?“

Eyþór Arnalds árinu eldri og fagnar með svakalegri ræktarmynd – „Varstu svona massaður í skipulagsráði áðan?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ekkert lát á kynlífsjátningum Will Smiths og aðdáendur komnir með nóg – „Ég stundaði kynlíf með svo mörgum konum“

Ekkert lát á kynlífsjátningum Will Smiths og aðdáendur komnir með nóg – „Ég stundaði kynlíf með svo mörgum konum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jón og Sigurjón blása á fjölbreyttar kjaftasögur um sig – „Var með ákveðna insædera í kjaftasöguheimum“

Jón og Sigurjón blása á fjölbreyttar kjaftasögur um sig – „Var með ákveðna insædera í kjaftasöguheimum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Nei, það er engin ástæða. Ég stama bara“

„Nei, það er engin ástæða. Ég stama bara“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórleikarinn Ian McKellen klæddist Heljargjánni hennar Guðmundu í kynningarmyndbandi ABBA – „Fannst þetta eitthvað svo óraunverulegt“

Stórleikarinn Ian McKellen klæddist Heljargjánni hennar Guðmundu í kynningarmyndbandi ABBA – „Fannst þetta eitthvað svo óraunverulegt“