fbpx
Laugardagur 27.nóvember 2021
Fókus

Dóttir Gordon Ramsay svarar útvarpsmanni sem kallaði hana „þybbið lítið grey“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 21. október 2021 15:00

Tilly Ramsay og Steve Allen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilly Ramsay, dóttir stjörnukokksins Gordon Ramsey, hefur nú svarað fyrir sig eftir að hafa verið fitusmánuð af útvarpsmanninum Steve Allen.

Tilly er einn af þátttakendum raunveruleikaþáttarins og danskeppninnar Strictly Come Dancing á BBC og Steve Allen lét ummæli falla um útlit Tilly á útvarpsstöðinni LBC í Bretlandi, sem hafa vakið töluverða úlfúð. Málið hefur undið upp á sig og fjalla helstu fjölmiðlar Bretlands um málið.

„Hún er þybbið lítið grey er það ekki? Hefurðu tekið eftir því? Ég myndi halda að það sé eldamennsku föður hennar að þakka,“ sagði Steve Allen í morgunþætti LBC í gærmorgun.

Tilly gaf út yfirlýsingu í kjölfarið á Instagram og sagði að Steve hefði „gengið of langt.“ Hún sagði að fólk hefði fullan rétt á að tjá skoðanir sínar en að hún dragi línuna við athugasemdir um útlit sitt.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Matilda Ramsay (@tillyramsay)

Þetta voru ekki einu ummælin sem Steve lét falla um Tilly. „Hún getur ekki dansað, ég er strax orðinn leiður á henni.“

Tilly, sem er 19 ára, beindi orðum sínum að Steve í færslunni. Hún sagðist „ekki að ætla að láta það viðgangast að það sé í lagi að gagnrýna útlit eða þyngd einhvers opinberlega.“

Hún sagðist venjulega reyna að hunsa það sem er skrifað eða sagt um hana en að vera gagnrýnd „af 67 ára karlmanni í útvarpi á landsvísu er of langt gengið.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Tilly hefur þurft að þola ljótar athugasemdir um útlit sitt. Hún sagðist enn vera að læra að elska sjálfa sig og að orð geti sært.

Eftir að hafa birt yfirlýsinguna hefur stuðningskveðjunum rignt yfir hana. Aðrar Strictly Come Dancing stjörnur hafa einnig stigið fram og fordæmt ummæli Steve. Fólk kallar nú eftir því að Steve verði rekin fyrir vegna málsins og hefur fjöldi hlustenda lagt inn kvörtun gegn útvarpsmanninum. Hann hefur hingað til ekki tjáð sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tómas sendi þessi skilaboð á Margréti Erlu fyrir 5 árum – Í dag eru þau ástfangin og eiga barn saman

Tómas sendi þessi skilaboð á Margréti Erlu fyrir 5 árum – Í dag eru þau ástfangin og eiga barn saman
Fókus
Í gær

Mögnuð hönnunarperla Manfreðs komin á sölu – Styrmir Gunnarsson reisti og bjó í húsinu fram á síðasta dag

Mögnuð hönnunarperla Manfreðs komin á sölu – Styrmir Gunnarsson reisti og bjó í húsinu fram á síðasta dag
Fókus
Í gær

Sjáðu myndirnar: Madonna braut reglu Instagram – Lét sjást í forboðinn líkamspart

Sjáðu myndirnar: Madonna braut reglu Instagram – Lét sjást í forboðinn líkamspart
Fókus
Í gær

Gunnar Karl varð fyrir hrottalegri hópnauðgun – „Ég rankaði við mér sex til sjö tímum seinna“

Gunnar Karl varð fyrir hrottalegri hópnauðgun – „Ég rankaði við mér sex til sjö tímum seinna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hlustaðu á nýja jólalagið hennar Ragnheiðar Gröndal

Hlustaðu á nýja jólalagið hennar Ragnheiðar Gröndal
Fókus
Fyrir 2 dögum

Höfundur Harry Potter-bókanna skotmark aktívista – „Ég hef nú fengið svo mikið af líflátshótunum að ég gæti veggfóðrað húsið mitt með þeim“

Höfundur Harry Potter-bókanna skotmark aktívista – „Ég hef nú fengið svo mikið af líflátshótunum að ég gæti veggfóðrað húsið mitt með þeim“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ekkert lát á kynlífsjátningum Will Smiths og aðdáendur komnir með nóg – „Ég stundaði kynlíf með svo mörgum konum“

Ekkert lát á kynlífsjátningum Will Smiths og aðdáendur komnir með nóg – „Ég stundaði kynlíf með svo mörgum konum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jón og Sigurjón blása á fjölbreyttar kjaftasögur um sig – „Var með ákveðna insædera í kjaftasöguheimum“

Jón og Sigurjón blása á fjölbreyttar kjaftasögur um sig – „Var með ákveðna insædera í kjaftasöguheimum“