fbpx
Föstudagur 21.janúar 2022
Fókus

Fegrunaraðgerð sem breyttist í martröð – „Ég lít út fyrir að vera 10 árum eldri [..] ég er að rotna“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 19. október 2021 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússnesk kona segist hafa „týnt andliti“ sínu eftir misheppnaða fegrunaraðgerð.

Svetlana, 37 ára arkitekt, heldur því fram að aðgerðin hefði haft öfug áhrif en henni var ætlað. Hún segir aðgerðina hafa haft þær afleiðingar að hún hafi „óviðsnúanlega elst um tíu ár.“

„Húðin mín hangir eins og tuska, andlitið gjörsamlega laust frá höfuðkúpunni. Tenging húðarinnar við höfuðkúpuna, svokölluðu liðböndin, eru horfin,“ segir Svetlana. News.au greinir frá.

Svetlana fyrir og eftir aðgerðina.

Nú hefur verið höfðað sakamál fyrir hönd Svetlönu í Rússlandi. Hún segir að tilhugalíf hennar og starfsferill séu farin í vaskinn og hún vill vara aðrar konur við.

„Þetta er mjög óhugnanlegt,“ segir hún. „Það er eins og maður hafi verið drepinn, ég er að rotna og sé það á hverjum degi í speglinum. Það er eins og andlitið þitt sé að bráðna og þú getur ekki stoppað það. Læknar eru ráðalausir.“

Svetlana segir að ef hún hefði fengið hina minnstu vísbendingu um að eitthvað svona gæti gerst þá hefði hún aldrei farið í aðgerðina.

Hún segist hafa gengist undir meðferðina því þáverandi kærasti hennar var sífellt að „grínast“ með að hún væri „gömul“ og að hann ætlaði að finna sér yngri kærustu. En eftir að aðgerðin misheppnaðist hætti kærastinn með henni.

Skelfilegar afleiðingar

Svetlana var fyrir með fylliefni í andliti. Hún leitaði til snyrtifræðings til að „yngja“ sig aðeins upp og leysa upp gömul fylliefni. Hún segir snyrtifræðinginn hafa sagt að efnið Longidaza myndi leysa upp fylliefnið undir augunum hennar. Hún fór einnig í aðrar meðferðir þar sem geli var sprautað í kinnar hennar og nef.

„Um kvöldið kíkti ég í spegillinn og sá að andlitið mitt var byrjað að breytast,“ segir hún. Nokkrum dögum seinna var andlit hennar gjörbreytt og leitaði hún aftur til snyrtifræðingsins sem sprautaði hana með enn meira efni.

„Ég sá nýja manneskju í speglinum eftir allar þessar sprautur. Það var augljóst að eitthvað efnaferli væri að eiga sér stað og andlit mitt væri að breytast. Þetta var mjög óhugnanlegt,“ segir hún.

Svetlana hefur höfðað mál gegn snyrtifræðingnum og leitar leiða til að lagfæra andlit sitt.

Henni tókst að ná snyrtifræðingnum á upptöku segja: „Reyndu að sanna að ég hafi sprautað þig með Longidaza.“

Svetlana segist dauðsjá eftir því að hafa gengist undir fegrunaraðgerðina. „Þegar ég skoða núna gamlar myndir af mér þá sé ég að allt var í góðu lagi. Oftast þurfa konur ekki þessar aðgerðir. Þú þarft bara vítamín, borða vel og lifa heilbrigðum lífsstíl. En samfélagið þvingar upp á okkur þessar staðalímyndir, þennan óraunhæfa fegurðarstaðal sem við þurfum að fylgja,“ segir hún.

„Mín mistök, heimsókn til snyrtifræðings, eyðilögðu líf mitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 6 dögum

Sýndi á sér brjóstin í stúkunni og allt varð snælduvitlaust – „Það eru börn hérna!“ – „Sestu aftur niður tíkin þín“

Sýndi á sér brjóstin í stúkunni og allt varð snælduvitlaust – „Það eru börn hérna!“ – „Sestu aftur niður tíkin þín“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þessi einfalda spurning gæti komið í veg fyrir næsta rifrildi við makann

Þessi einfalda spurning gæti komið í veg fyrir næsta rifrildi við makann