TikTok-stjarnan Tessa Conway lenti í mjög vandræðalegu atviki í ræktinni. Hún deildi því með fylgjendum sínum í myndbandi sem hefur slegið í gegn með yfir fimm milljónir áhorfa. Pínlega saga Tessu vekur kátínu netverja, enda ekki annað hægt en að hlæja og dauðvorkenna henni í senn.
„Þetta er það vandræðalegasta sem hefur nokkurn tíma gerst fyrir mig og ég veit ekki hvort ég geti sagt þetta upphátt. En reynum á þetta,“ segir hún.
„Ég held ég muni aldrei fara á í ræktina aftur og ég má það örugglega ekki. Ég er örugglega í banni.“
Tessa útskýrir nánar. Hún var að æfa neðri búk í ræktinni, alls konar skemmtilegar fótaæfingar. Hún var að einblína á svokallaða „straight leg deadlift“ æfingu, sem má sjá hér að neðan.
Eins og sést á myndinni hér að ofan þá er rassinn í ágætis aðalhlutverki í þessari hreyfingu.
„Ég var í þessum stuttbuxum, ekki mjög góðar stuttbuxur til að æfa í,“ segir hún. „Þær eru þunnar og þú sérð svitann minn og þær eru örugglega gegnsæjar. En ég á við stærri vandamál að stríða.“
„Ég leit glæsilega út. Mér leið frábærlega. Ég hitaði upp og gerði svo straight leg deadlifts. Ég gerði um níu sett. Ég gerði mikið af þeim. Og það var pakkað í ræktinni, ég átti erfitt með að finna pláss. Og stöðin er líka lítil þannig sama hvar þú ert þá sjá margir þig.“
Hún fór svo inn á bað til að snýta sér. „Ég ákvað að pissa í leiðinni. Hérna verður þetta gott. Ég girði niður um mig. Það er gat í klofinu. Á stærð við tíkall. Ég mun aldrei skilja hvernig ég fann ekki fyrir þessu,“ segir hún.
„Ég fékk áfall. Mikilvægar upplýsingar: Ég var ekki í nærbuxum. Og ég fór í næsta spegill og beygði mig fram til að sjá hvort eitthvað sæist. Já, allt saman. Þú gast séð allt saman.“
Eins og fyrr segir vakti myndbandið mikla kátínu en margir netverjar voru einnig hneykslaðir á aðgerðarleysi annarra einstaklinga í ræktinni sem létu hana ekki vita.
Horfðu á hana segja frá þessu í myndbandinu hér að neðan.
@tessa.conwayi’m going off the grid