fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
Fókus

Misheppnaðar fegrunaraðgerðir áhrifavalda

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 17. október 2021 18:30

Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú leggst undir hnífinn en fegrunaraðgerðin misheppnast. Hvað gerirðu? Deilir því á samfélagsmiðlum. Það virðist allavega vera nóg af eftirspurn og framboði á slíku efni. i-D fjallar um forvitnilegar vinsældir þess konar efnis.

Það vakti mikla athygli fyrr á árinu þegar bandaríski lífsstílsbloggarinn Whitney Buha fór í bótox og sá heldur betur eftir því.

Bótoxinu var sprautað á rangan stað sem olli því að annað augnlokið hennar slútir, þetta ástand er kallað augnloka ptosis.

@something.whittyEver wonder what botched Botox looks like? I’ll show you 😂 ##botoxfail ##botox ##botched ##botoxbeforeandafter ##blondebalayage♬ Do My Thang – Miley Cyrus

„Ég er eins og ég sé með tvihlíða andlit og þetta er svo vandræðalegt. Ég trúi varla að ég sé að deila þessu, eruð þið ekki að djóka í mér,“ sagði hún í einu af mörgu myndböndum sem hún deildi af sér. Myndböndin fengu margar milljónir í áhorf og fjölluðu margir fjölmiðlar einnig um málið.

Augað hefur sem betur fer gengið til baka. Hún leyfði fylgjendum sínum að fylgjast með ferlinu á Instagram og TikTok.

@something.whittyThings I’ve been using over the last week to improve my eyelid ptosis from Botox being injected in the wrong spot #botched #botox #beautytips #nuface♬ Gold – Kiiara

YouTube-stjarnan Lorry Hill birtir myndbönd þar sem hún setur fram kenningu um hvaða fegrunaraðgerðir stjörnur, eins og Bella Hadid og Kendall Jenner, hafa gengist undir. Ástæðan er ekki til að smána stjörnurnar eða auglýsa fegrunaraðgerðirnar, heldur benda fólki á hvað fer mikil vinna og peningur í að ná þessu eftirsótta útliti.

Lorry þekkir það af eigin raun að gangast undir misheppnaða fegrunaraðgerð. Hún fór ekki í eina heldur tvær nefaðgerðir sem hún var ósátt við. Hún deildi reynslu sinni á YouTube.

Brosið ónýtt eftir bótox

Fleiri netverjar hafa deilt reynslu sinni af misheppnuðum aðgerðum. Eins og Drea Randolph sem ætlaði að fá sér bótox til að „laga brosið“ sitt. Það fór ekki eins og hún vonaðist.

@drearandolphI KNOW it’ll come back in 2-3 months, but the “you look like a who from whoville”comments are testing me #greenscreen #funny #botox #fail #fyp♬ Oh No – Kreepa

YouTube-stjarnan Snitchery er hætt að láta sprauta fylliefni í andlitið sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Óhefðbundnar fasteignamyndir í 180 milljóna króna húsi vekja athygli – „Rusl? Hvaða rusl?“

Óhefðbundnar fasteignamyndir í 180 milljóna króna húsi vekja athygli – „Rusl? Hvaða rusl?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skilnaðardrama heldur áfram að skekja Kardashian fjölskylduna – „Ég fæ ekki að vita hvar afmælið hennar er“

Skilnaðardrama heldur áfram að skekja Kardashian fjölskylduna – „Ég fæ ekki að vita hvar afmælið hennar er“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Morð í hamingjusamri fjölskyldu – Skelfileg sjón mætti föður og dóttur

Sakamál: Morð í hamingjusamri fjölskyldu – Skelfileg sjón mætti föður og dóttur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fylgjendur tóku eftir svolitlu sem áhrifavaldurinn ætlaði líklega ekki að hafa með á myndinni

Fylgjendur tóku eftir svolitlu sem áhrifavaldurinn ætlaði líklega ekki að hafa með á myndinni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þessi einfalda spurning gæti komið í veg fyrir næsta rifrildi við makann

Þessi einfalda spurning gæti komið í veg fyrir næsta rifrildi við makann
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fríkaði út þegar hún fékk skilaboð frá ókunnugri konu sem bað að heilsa kærastanum

Fríkaði út þegar hún fékk skilaboð frá ókunnugri konu sem bað að heilsa kærastanum