fbpx
Föstudagur 26.nóvember 2021
Fókus

Kom fyrrverandi kærustu sinni rækilega á óvart með risastórri gjöf – „Besta afmælisgjöf í heimi“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 17. október 2021 09:00

Skjáskot: TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Shaun Nyland vakti nýverið mikla athygli á samfélagsmiðlinum TikTok, ástæðan fyrir því er að hann ákvað að borga húsnæðislán fyrrverandi kærustu sinnar og tók myndband af viðbrögðum hennar þegar hann sagði henni frá því.

Shaun og fyrrverandi kærusta hans, sem gengur undir nafninu Cat í myndbandinu, voru saman í sjö ár og eiga eitt barn saman, þriggja ára son. Vandamál komu upp í sambandinu sem þau reyndu að leysa en í apríl á þessu ári ákváðu þau að best væri fyrir þau að hætta saman.

Í myndbandinu sem um ræðir, sem hefur fengið 4 milljón áhorf, má sjá Shaun kasta lyklum til fyrrverandi kærustu sinnar. „Hvers vegna ertu að gefa mér þessa lykla?“ spyr hún hann þá. „Þú átt afmæli í dag og ég vil að þetta sé besta afmæli ævi þinnar. Sko, ég veit að við erum ekki saman lengur en ég er búinn að vera svo stoltur af þér, þú ert besta móðir í heimi, svo ég ákvað að gera svolítið,“ segir Shaun við því og útskýrir svo hvað hann gerði.

„Ég hringdi í bankann, ég borgaði upp allt húsnæðislánið. Þú átt þetta hús núna.“

Cat trúði Shaun ekki í fyrstu, hún hélt að hann væri að grínast. „Ég lofa þér, þú átt þetta hús. Ég hringdi í bankann, borgaði allt af því, þú átt þetta hús.“

Í athugasemdunum við myndbandið mátti sjá fólk hrósa Shaun í hástert fyrir gjafmildið. „Þetta er sannur herramaður sem virðir barnsmóður sína og tryggir þak yfir höfuð hennar og barnsins síns. Ég tek að ofan fyrir þér, alvöru pabbi,“ segir til að mynda í einni athugasemdinni.

Cat, sem heldur uppi sinni eigin TikTok síðu, birti líka myndband þar sem hún sagði frá því sem Shaun gerði fyrir hana. „Besta afmælisgjöf í heimi,“ segir hún í því myndbandi. „Í gær átti ég 31 árs afmæli og mér hefur aldrei verið komið jafn mikið á óvart á ævi minni. Fyrrverandi kærastinn minn borgaði allt húsnæðislánið mitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Höfundur Harry Potter-bókanna skotmark aktívista – „Ég hef nú fengið svo mikið af líflátshótunum að ég gæti veggfóðrað húsið mitt með þeim“

Höfundur Harry Potter-bókanna skotmark aktívista – „Ég hef nú fengið svo mikið af líflátshótunum að ég gæti veggfóðrað húsið mitt með þeim“
Fókus
Í gær

Raggi Sig og Elena eiga von á öðru barni

Raggi Sig og Elena eiga von á öðru barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingibjörg er í kynlífsvinnu og eyddi Facebook vegna femínískra-hópa – „Stöðugt að minna mig á að þeim finnst það sem ég er að gera ógeðslegt, rangt og skaðlegt“

Ingibjörg er í kynlífsvinnu og eyddi Facebook vegna femínískra-hópa – „Stöðugt að minna mig á að þeim finnst það sem ég er að gera ógeðslegt, rangt og skaðlegt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leið eins og hún hefði verið kýld í magann þegar hún skoðaði upptökuna eftir æfingu

Leið eins og hún hefði verið kýld í magann þegar hún skoðaði upptökuna eftir æfingu