fbpx
Föstudagur 26.nóvember 2021
Fókus

Fóru í fyrsta trekantinn saman og stunda nú kynlíf með öðrum – Eru með eina mikilvæga reglu

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 17. október 2021 20:00

Skjáskot úr þættinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Parið Daisy og Mart koma fram í nýjum sjónvarpsþáttum frá bresku sjónvarpsstöðinni Channel 4 en þættirnir nefnast My First Threesome. Í þáttunum er fylgt eftir fólki sem er, eins og nafnið gefur til kynna, að fara í trekant í fyrsta skiptið.

Daisy og Mart höfðu verið saman í rúmlega ár þegar þættirnir voru teknir upp. Þau töluðu um möguleikann á opnu sambandi strax á sínu fyrsta stefnumóti. Þá segir Mart að kynlífið með Daisy sé frábært en hann óttast að til lengri tíma gæti það ekki virkað að sofa bara hjá hvoru öðru.

Mart hefur áður farið í trekant en þá var hvorki hann né hinir aðilarnir í sambandi. Daisy hefur hins vegar ekki gert neitt slíkt og hefur einungis stundað kynlíf með karlmönnum sem hún hefur verið með í sambandi. Þrátt fyrir að hún hafi bara stundað kynlíf með karlmönnum þá er hún tvíkynhneigð.

„Ég hef verið hrifin af stelpum frá því ég var lítið en ég hef forðast að stunda kynlíf með öðrum stelpum því ég var svo stressuð,“ segir hún. „Ég held að trekantur væri hin fullkomna leið fyrir mig til að stunda kynlíf í fyrsta skipti með stelpu því ég er líka með Mart með mér.“

Þrátt fyrir að þau hafi talað um að vera í opnu sambandi á fyrsta stefnumótinu þá hafa þau bara stundað kynlífi með hvoru öðru.

„Við pössuðum strax vel saman og töluðum mikið um að vera í opnu sambandi, og við ákváðum að við vildum prófa það. En við vildum samt ekki gera það strax því við vildum einbeita okkur að hvoru öðru til að byrja með. Mér leið eins og ef við færum strax að sofa með öðru fólki þá gæti það haft slæm áhrif á sambandið.“

„Þetta er bara kynlíf“

Í þættinum er parinu fylgt eftir og séð hvernig þau finna þriðju manneskjuna í svefnherbergið. Þau notast við stefnumótaforrit og reyna að finna þar stelpu sem þeim líkar báðum við. Daisy vildi þó alls ekki að stelpan væri fallegri en hún sjálf.

„Það voru nokkrar stelpur á stefnumótaforritinu sem voru virkilega aðlagandi en ég valdi þær ekki,“ segir hún. „Mig langar að hafa þetta frekar jafnt. Ég vil ekki vera með einhverri sem er algjör tía.“

Daisy segir þá að ástæðan fyrir því sé ekki að hún sé áhyggjufull um að Mart hafi meiri áhuga á hinni stelpunni. „Ég vil bara vera með einhverri sem er á svipuðu reiki og ég, það er engin afbrýðissemi í spilunum. Þetta er bara kynlíf og það er ekki eins og að hann vilji frekar vera í sambandi með henni út af einu skipti.“

„Öðruvísi en allt sem ég hef upplifað áður“

Að lokum fundu þau stelpu sem þau vildu bæði stunda kynlíf með og til allrar lukku þá vildi hún líka stunda kynlíf með þeim. Þá fannst parinu hún vera sérstaklega góður kostur þar sem þetta var einnig fyrsti trekanturinn hennar. „Hún var nýkomin úr sambandi og vildi prófa sig áfram. Mér fannst það heillandi því ég var í sömu sporum þegar ég hitti Mart,“ segir Daisy.

Bæði Mart og Daisy voru stressuð fyrir trekantinum. Mart hafði aðallega áhyggjur af því að Daisy myndi ekki njóta kynlífsins. Þá var Daisy stressuð fyrir því að hitta aðila sem hún hafði aldrei hitt áður, það að þau voru líka að fara að stunda kynlíf gerði hana ennþá stressaðri.

„En ég vildi aldrei hætta við. Channel 4 voru að taka okkur upp alveg þangað til það var bara hálftími í að hún myndi mæta. Ég held að ég hefði verið minna stressuð ef það hefðu ekki verið myndavélar úti um allt, það hafði algjörlega áhrif á upplifunina.“

Trekanturinn sjálfur fór fram fyrir lokuðum dyrum en parið sagði svo hvað gerðist í þættinum. „Kynlífið var öðruvísi en allt sem ég hef upplifað áður. Við vorum frekar slök og náðum að byrja bara frekar snemma. Við byrjuðum að kyssast og svo fóru hjólin að rúlla hraðar, þetta var eðlilegt og náttúrulegt. Það voru auka hendur að koma út um allt, þetta var rosalegt.“

Mikilvæg regla

The Sun ræddi við parið eftir að þátturinn var sýndur. Í því viðtali kemur fram að í dag séu þau í opnu sambandi, Mart hefur þegar sofið hjá öðrum konum og Daisy er sátt með það. Þau eru þó með eina mikilvæga reglu.

„Við megum bara sofa með öðrum manneskjum einu sinni,“ útskýrir Daisy. „Ég verð ekki afbrýðissöm þegar Mart er að hitta aðra stelpu. Ég verð smá vonsvikin en ég finn ekki fyrir afbrýðissemi.“

Eftir trekantinn vill Daisy líka prófa að kynnast sjálfri sér og kynhneigðinni sinni betur. „Ég er búin að vera að tala við aðrar stelpur en ég hef ekki ennþá hitt neina,“ segir hún. „Mig hefur langað að gera þetta lengi en trekanturinn var neistinn sem ég þurfti til að kveikja þennan eld.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sjáðu myndirnar: Madonna braut reglu Instagram – Lét sjást í forboðinn líkamspart

Sjáðu myndirnar: Madonna braut reglu Instagram – Lét sjást í forboðinn líkamspart
Fókus
Í gær

Gunnar Karl varð fyrir hrottalegri hópnauðgun – „Ég rankaði við mér sex til sjö tímum seinna“

Gunnar Karl varð fyrir hrottalegri hópnauðgun – „Ég rankaði við mér sex til sjö tímum seinna“
Fókus
Í gær

„Það er komið nóg af lufsu­gangi á þessu heimili“

„Það er komið nóg af lufsu­gangi á þessu heimili“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eyþór Arnalds árinu eldri og fagnar með svakalegri ræktarmynd – „Varstu svona massaður í skipulagsráði áðan?“

Eyþór Arnalds árinu eldri og fagnar með svakalegri ræktarmynd – „Varstu svona massaður í skipulagsráði áðan?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ekkert lát á kynlífsjátningum Will Smiths og aðdáendur komnir með nóg – „Ég stundaði kynlíf með svo mörgum konum“

Ekkert lát á kynlífsjátningum Will Smiths og aðdáendur komnir með nóg – „Ég stundaði kynlíf með svo mörgum konum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jón og Sigurjón blása á fjölbreyttar kjaftasögur um sig – „Var með ákveðna insædera í kjaftasöguheimum“

Jón og Sigurjón blása á fjölbreyttar kjaftasögur um sig – „Var með ákveðna insædera í kjaftasöguheimum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Nei, það er engin ástæða. Ég stama bara“

„Nei, það er engin ástæða. Ég stama bara“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórleikarinn Ian McKellen klæddist Heljargjánni hennar Guðmundu í kynningarmyndbandi ABBA – „Fannst þetta eitthvað svo óraunverulegt“

Stórleikarinn Ian McKellen klæddist Heljargjánni hennar Guðmundu í kynningarmyndbandi ABBA – „Fannst þetta eitthvað svo óraunverulegt“