fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Fókus

Varð ástfangin af besta vin eiginmannsins – Bað svo eiginmanninn að koma og búa með þeim

Fókus
Fimmtudaginn 14. október 2021 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nútímafjölskyldur eru sífellt að verða fjölbreyttari og fjölbreyttari enda má finna mun meira umburðarlyndi og nýungargirni í samfélaginu í dag heldur en fyrir nokkrum áratugum síðar. Því eru sífellt að birtast okkur áhugaverðar sögur um fjölskyldur sem bjóða gömlum gildum birginn og lifa sínu besta lífi eins og þeim hentar best. Dæmi um þetta er fjölskylda Luanu Ribeira frá Wales.

Luana var gift eiginmanni sínum, James Cohen, í átta ár þegar þau áttuðu sig á því að samband þeirra hafði þróast úr parasambandi yfir í vinskap. Þau ákváðu því að skilja að borði og sæng árið 2016 en þar sem þau eiga tvær dætur saman ákváðu þau að búa áfram saman fyrst um sinn.

Fljótlega fann James ástina í örmum annarar konu og Luana, öllum að óvörum, fann ástina í örmum besta vinar James til margra ára, Al Mayer. Al bjó í Portúgal og fór Luana þangað til að heimsækja hann.

„Þetta var eitthvað svo rétt með Al, það var ekkert skrítið þegar við urðum ástfangin,“ sagði Luana í samtali við Jam Press. „James og ég vorum búin að vera skilin að borði og sæng nokkra hríð á þessum tíma, svo Al hringdi í hann og spurði hann hvort það væri í lagi að við værum saman og hann hélt það nú. Sambandið mitt við Al þróaðist yfir í eitthvað meira en vinskap á meðan það hafði verið hið gagnstæða hjá mér og James, við höfðum smátt og smátt orðið aðeins vinir.“ 

Þegar Luana kom til Portúgal féll hún fyrir landinu og ákvað að kanna hvort hún gæti kannski flutt líf sitt þangað. Hins vegar vildi hún ekki ræna dætur sína föður sínum.

„Ég kom úr flugvélinni í Portúgal og mér leið eins og ég væri komin heim svo ég hringdi í James og útskýrði þetta fyrir honum og spurði hvort hann gæti ímyndað sér að flytja hingað með mér. Hann sagði já á endanum.“ 

James flutti því með henni til Portúgal þar sem þau bjuggu öll saman í þessu óhefðbundna fjölskylduformi í um ár. „Ég er ekki að segja að þetta hafi verið auðvelt,“ segir Luana en bætir við að þeim hafi þó tekist ágætlega upp.

Í dag eru þau öll flutt aftur til Bretlands og búa nú ekki öll saman. Engu að síður kemur James í heimsókn til fyrrum konu sinnar og besta vinar í hverjum mánuði og dvelur hjá þeim heila helgi.

„Ég lít ekki til baka með eftirsjá – ég átti frábært hjónaband og hann var dásamlegur eiginmaður og nú er hann frábær vinur.“ 

Þremenningarnir eru í dag svo nánir að þau hafa nú skipulegt heljarinnar veislu til að fagna því að lögskilnaður James og Luönu er loksins genginn í gegn.

„Þetta tafðist svona mikið því ég var ósátt með að þegar ég sótti um lögskilnað þá þurfti ég að gefa upp einhverja neikvæða ástæðu fyrir samvistaslitunum. Þetta er svo úrelt – orðalagið sem þarna er notað lætur það virka eins og við værum í einhverjum deilum en við höfum alltaf verið samstíga. Ég gat ekki fengið af mér að saka hann um eitthvað sem ég trúði ekki í raun og veru svo ég beið í tvö ár – því þegar þú ert búinn að vera skilinn að borði og sæng í tvö ár þá þarf ekki að gefa upp ástæðu fyrir skilnaðinum.“ 

Það var svo James sem stakk upp á því að halda veislu.

„Þegar ég og James vorum að ræða skilnaðinn stakk hann upp á því að halda veislu þegar hann gengi í gegn og ég hugsaði bara „hvers vegna ekki?“. Við viljum fagna lífsreynslunni okkar og þeirri staðreynd að við eigum tvö dásamleg börn saman og áttum dásamlegt hjónaband. Þetta snýst um að fagna þeim tíma sem og framtíðinni okkar sem er fram undan. Við ætlum að bjóða nánum vinum og fjölskyldu – fjöldin fer eftir hvernig staðan verður vegna COVID“ 

Heimild: TheSun

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lék dóttur Jude Law í The Holiday – „Ógeðslega“ athugasemdin sem hún fær frá eldri körlum

Lék dóttur Jude Law í The Holiday – „Ógeðslega“ athugasemdin sem hún fær frá eldri körlum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vigdís um femínismann sem hún segir „rata í ríkisstjórnina“ – „Mér finnst þetta ógeðslegt“

Vigdís um femínismann sem hún segir „rata í ríkisstjórnina“ – „Mér finnst þetta ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Komin með nóg af Will og Jada og skora á fjölmiðla að hætta að skrifa um kynlíf þeirra – „Þetta er ekki mönnum bjóðandi“ 

Komin með nóg af Will og Jada og skora á fjölmiðla að hætta að skrifa um kynlíf þeirra – „Þetta er ekki mönnum bjóðandi“ 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjarna frægasta kynlífsmyndbands tíunda áratugarins leysir frá skjóðunni – „Fullnægingarnar þurftu að vera ekta“

Stjarna frægasta kynlífsmyndbands tíunda áratugarins leysir frá skjóðunni – „Fullnægingarnar þurftu að vera ekta“