fbpx
Þriðjudagur 19.október 2021
Fókus

Sonur Brynjars hótar föður sínum grimmilega – „Einhver myndi segja að þetta væri kúgun aldarinnar“

Fókus
Þriðjudaginn 12. október 2021 13:25

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson er hættur á Alþingi og íhugar nú næstu skref sín á vinnumarkaði. Hafa margir búist við því að hann láti staðar numið í stjórnmálavafstri sínu. Greinilegt er að sonur Brynjars, lögfræðingurinn Helgi, er á öðru máli en frá þessu greinir þingmaðurinn fyrrverandi í skemmtilegri færslu á Facebook-síðu sinni. Miðað við þá skelfingu sem virðist hafa gripið um sig í brjósti Brynjars má telja að hann sé hvergi nærri hættur í pólitík.

 

Þau örlög að eignast barnabörn sem heita Hallgrímur og Helga Vala Helgabörn er eitthvað sem Brynjar óttast mjög

„Ég er ekki auðugur maður en á þó tvo syni sem ég hefði ekki viljað vera án. Ég hef núna verið í um 30 ár í stöðugri baráttu við þá um völd og áhrif innan fjölskyldunnar, þegar Soffía er ekki heima. Breytir engu þótt þeir séu löngu fluttir að heiman. Meðan ég var í pólitík hlífði ég þeim við að bera þessi átök á torg. Núna er breyttir tímar. Ósvífni og hvers kyns kúgun hefur einkennt baráttu okkar feðgana. Allt hefur það þó verið innan marka eða þar til yngri sonur minn, sem heitir Helgi, hótaði því að láta barnabörnin tilvonandi heita Helgu Völu og Hallgrím, ef ég hætti í pólitík. Einhver myndi segja að þetta væri kúgun aldarinnar,“ segir Brynjar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vilja láta banna hann á YouTube – „Þessi áhrifavaldur er að drepa sig hægt fyrir áhorf“

Vilja láta banna hann á YouTube – „Þessi áhrifavaldur er að drepa sig hægt fyrir áhorf“
Fókus
Í gær

Misheppnaðar fegrunaraðgerðir áhrifavalda

Misheppnaðar fegrunaraðgerðir áhrifavalda
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þórdís Elva lætur heimsþekktan fjölmiðil heyra það – „Þið eruð hluti af fokking vandamálinu“

Þórdís Elva lætur heimsþekktan fjölmiðil heyra það – „Þið eruð hluti af fokking vandamálinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vandræðalega spurningin sem lesbískt par fær nokkrum sinnum í viku

Vandræðalega spurningin sem lesbískt par fær nokkrum sinnum í viku