fbpx
Þriðjudagur 19.október 2021
Fókus

Fyrirlestur um dánaraðstoð á miðvikudag – Að fá að deyja með reisn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. október 2021 11:22

Neskirkja og hluti Hagatorgs. Mynd: Haraldur Jónasson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snemma á miðvikudagskvöld verður haldinn fyrirlestur um hið áhugaverða og viðkvæma málefni, dánaraðstoð. Það eru samtökin „Verndum veika og aldraða“ sem standa að fyrirlestrinum sem haldinn verður í Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík, kl. 18 á miðvikudag.

Yfirskriftin er: „Að fá að deyja með reisn – fyrirlestur um dánaraðstoð.“ Ingrid Kuhlman flytur fyrirlesturinn og verða umræður að honum loknum. Á Facebook-síðu viðburðarins segir:

„Faðir Ingridar var með þeim fyrstu í Hollandi til að fá dánaraðstoð (á löglegan hátt) í apríl 2002, aðeins 11 dögum eftir að lögin um dánaraðstoð tóku gildi. Ingrid mun segja sögu föður síns og ræða þetta mikilvæga og viðkvæma málefni. Hún er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem var stofnað 2017. Markmið félagsins er m.a. að stuðla að opinni, uppbyggilegri og víðtækri umræðu um dánaraðstoð og vinna að því að samþykkt verði löggjöf um það að við vissar, vel skilgreindar aðstæður, og að uppfylltum ströngum skilyrðum, verði dánaraðstoð mannúðlegur valkostur fyrir þá sem kjósa að deyja með reisn.“

Eru allir sem hafa áhuga á málefninu hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum sem verða að loknum fyrirlestrinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gurra minnist sonar síns sem lést fyrir þremur árum – „Við andlát þitt dó eitthvað innra með mér“

Gurra minnist sonar síns sem lést fyrir þremur árum – „Við andlát þitt dó eitthvað innra með mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leynilöggan frumsýnd á miðvikudaginn – „Lætur Reykjavík líta út eins og rétta staðinn fyrir Vin Diesel“

Leynilöggan frumsýnd á miðvikudaginn – „Lætur Reykjavík líta út eins og rétta staðinn fyrir Vin Diesel“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð ástfangin af besta vin eiginmannsins – Bað svo eiginmanninn að koma og búa með þeim

Varð ástfangin af besta vin eiginmannsins – Bað svo eiginmanninn að koma og búa með þeim
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðmundur Ingi rifjar upp fjölmiðlaferilinn – „Ég var með einhverja lögregluskannera og píptæki frá slökkviliðinu“

Guðmundur Ingi rifjar upp fjölmiðlaferilinn – „Ég var með einhverja lögregluskannera og píptæki frá slökkviliðinu“