fbpx
Þriðjudagur 19.október 2021
Fókus

10 ára bið á enda – Fimmmta Scream-myndin væntanleg á næsta ári – Sjáðu stikluna!

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 12. október 2021 13:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loksins, loksins geta aðdáendur hryllingsmyndanna Scream tekið gleði sína á ný en snemma á næsta ári verður fimmta myndin í röðinni frumsýnd. Sú fimmta mun taka upp þráðinn þar sem fjórðu myndinni lauk og munu helstu leikarar fyrri myndanna fara með gömlu góðu hlutverkin.

Þau eru: Neve Campell, David Arquette, Roger L. Jackson og Marley Shelton.

Hins vegar er það nýir leikstjórar sem standa að baki myndinni en leikstjóri fyrri myndanna, Wes Craven, lét lífið árið 2015. Leikstjórar fimmtu myndarinnar eru Matt Bettinelli-Olpin og Tyler Gillett.

Söguþræði fimmtu myndarinnar er lýst með eftirfarandi hætti:

„Tuttugu og fimm árum eftir að röð hrottalegra morða hryllti íbúa smábæjarins Woodsboro hefur nýr morðingi tekið við kefli og grímu Ghostface og beinir spjótum sínum að hópi unglinga til að koma leyndarmálum bæjarins upp á yfirborðið.“

Fjórða Scream-myndin kom út árið 2011 og því hefur biðin eftir næsta innslagi í þessu vinsælu kvikmyndaröð verið beðið með töluverðri eftirvæntingu.

Stikla myndarinnar var opinberuð í dag og má sjá hana hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vilja láta banna hann á YouTube – „Þessi áhrifavaldur er að drepa sig hægt fyrir áhorf“

Vilja láta banna hann á YouTube – „Þessi áhrifavaldur er að drepa sig hægt fyrir áhorf“
Fókus
Í gær

Misheppnaðar fegrunaraðgerðir áhrifavalda

Misheppnaðar fegrunaraðgerðir áhrifavalda
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þórdís Elva lætur heimsþekktan fjölmiðil heyra það – „Þið eruð hluti af fokking vandamálinu“

Þórdís Elva lætur heimsþekktan fjölmiðil heyra það – „Þið eruð hluti af fokking vandamálinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vandræðalega spurningin sem lesbískt par fær nokkrum sinnum í viku

Vandræðalega spurningin sem lesbískt par fær nokkrum sinnum í viku