fbpx
Þriðjudagur 19.október 2021
Fókus

Jón Gnarr tókst við andlát móður sinnar með því að nota varalit hennar – „Á endanum var ég beðinn um að hætta þessu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 11. október 2021 19:30

Jón Gnarr, Mynd/Óttar Geirsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn, grínistinn og fyrrverandi borgarstjórinn Jón Gnarr opnar sig um hvernig hann tókst við andlát móður sinnar í hlaðvarpsþættinum Karlmennskan.

Jón notaði varalit móður sinnar til að hafa einhverja tengingu við hana. Þetta var nokkrum mánuðum eftir að hann tók við sem borgarstjóri og var vinsamlegast beðinn um að hætta að vera með varalitinn, því öðrum karlmönnum þótti það óþægilegt.

„Þegar ég var búinn að vera borgarstjóri í nokkra mánuði þá dó mamma mín á jóladag 2014. Það var svakalegt áfall,“ segir hann.

Jón segir að honum hefði ekki gefist neinn tími til að syrgja. „Það var það bara ekki. Ég þurfti bara að mæta í viðtöl og tala um Orkuveituna og eitthvað svona. Og það var öllum sama, þannig sé, um að ég hefði misst mömmu. Fólki fannst það ekki mikilvægt eða áhugavert. Það var krafa um að ég mætti á ákveðna fundi og svona,“ segir hann.

„Ég tók heim til mín öskubakkann hennar og varalitinn. Ég varalitaði mig með varalitnum hennar og naglalakkaði mig. Tengdamamma mín naglalakkaði mig meira að segja með naglalakkinu hennar mömmu.“

Jón fór í vinnuna með varalit og naglalakk. „Ertu með varalit? Ég sagði: „Já. Þetta er varaliturinn hennar mömmu, hún dó í síðustu viku.“ […] Þetta var mín leið til að hafa einhvern hluta af mömmu með mér og geta á einhvern hátt minnst hennar og syrgt hana. Á endanum var ég beðinn um að hætta þessu, af mínu samstarfsfólki. Þetta var að fokka upp þessum köllum sem eru að koma hérna,“ segir Jón Gnarr.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by karlmennskan (@karlmennskan)

Í þættinum fara Jón Gnarr og Þorsteinn um víðan völl. „Við ræddum um kallakallinn sem hefur stundum af honum völdin, hvernig það er að vera hvítur miðaldra karlmaður, afahlutverkið, foreldrahlutverkið, karllægni íslenskunnar, karlmennsku og upphandleggsvöða, karldýrkunina í okkar samfélagi, móðurmissinn, borgarstjórnartímann og vináttu svo fátt eitt sé nefnt,“ skrifar Þorsteinn í lýsingu sinni um þáttinn.

Þú getur hlustað á þáttinn í spilaranum hér að neðan, á Spotify eða Podcasts.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kourtney Kardashian og Travis Barker trúlofuð

Kourtney Kardashian og Travis Barker trúlofuð
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Þið megið giska hver elskar conga á myndinni!“

Vikan á Instagram – „Þið megið giska hver elskar conga á myndinni!“
Fókus
Í gær

Misheppnaðar fegrunaraðgerðir áhrifavalda

Misheppnaðar fegrunaraðgerðir áhrifavalda
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnd fyrir að deila of kynþokkafullu efni sem móðir

Gagnrýnd fyrir að deila of kynþokkafullu efni sem móðir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bað um tattú af hesti – Fékk svolítið miklu dónalegra – „Er þetta TYPPI á skjánum mínum?“

Bað um tattú af hesti – Fékk svolítið miklu dónalegra – „Er þetta TYPPI á skjánum mínum?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginkonan varð brjáluð þegar hún sá skilaboðin – „Hún missti vitið og henti mér út“

Eiginkonan varð brjáluð þegar hún sá skilaboðin – „Hún missti vitið og henti mér út“