fbpx
Þriðjudagur 19.október 2021
Fókus

Jólabjórinn kemur viku fyrr á krár og veitingastaði

Fókus
Mánudaginn 11. október 2021 11:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

J-dagurinn vinsæli, sem markar upphaf sölu jólabjórs frá Tuborg, verður haldinn hátíðlegur í ár en verður sú breyting á að deginum verður flýtt um viku, og mun því ölið byrja að renna víðsvegar á krám og veitingahúsum þessa lands á slaginu 20:59 föstudaginn 29. október.

Ástæðan fyrir breyttri tímasetningu er sú að ÁTVR mun hefja sölu á jólabjór viku fyrr en tíðkast hefur, fimmtudaginn 4. nóvember. Vill Ölgerðin, dreifingaraðili Tuborg, því gefa veitinga mönnum kost á að hefja sölu nokkrum dögum fyrr, líkt og tíðkast hefur um áraraðir.

Covid hefur leikið veitingageirann grátt undanfarin misseri og er það því von framleiðanda að hinir fjölmörgu aðdáendur jólabjórsins frá Tuborg taki forskot á sæluna og fjölmenni á sölustaði og sýni þannig stuðning við greinina í verki.

J-dagurinn er að danskri fyrirmynd þar sem hann hefur verið haldinn hátíðlegur fyrsta föstudag hvers nóvembermánaðar, allt frá árinu 1981. Markar dagurinn upphaf sölu á jólabjórnum frá Tuborg á öldurhúsum og veitingastöðum landsins og er öllu til tjaldað til að skapa sem eftirminnilegasta upplifun fyrir gesti. Jólabjórinn frá Tuborg er lang vinsælasti jólabjór landsins og hefur um áraraðir skipað sér veglegan sess í hátíðarhaldi fjölmargra bjórunnenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vilja láta banna hann á YouTube – „Þessi áhrifavaldur er að drepa sig hægt fyrir áhorf“

Vilja láta banna hann á YouTube – „Þessi áhrifavaldur er að drepa sig hægt fyrir áhorf“
Fókus
Í gær

Misheppnaðar fegrunaraðgerðir áhrifavalda

Misheppnaðar fegrunaraðgerðir áhrifavalda
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þórdís Elva lætur heimsþekktan fjölmiðil heyra það – „Þið eruð hluti af fokking vandamálinu“

Þórdís Elva lætur heimsþekktan fjölmiðil heyra það – „Þið eruð hluti af fokking vandamálinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vandræðalega spurningin sem lesbískt par fær nokkrum sinnum í viku

Vandræðalega spurningin sem lesbískt par fær nokkrum sinnum í viku