fbpx
Þriðjudagur 19.október 2021
Fókus

Berbrjósta mótmælandinn tilbúin að deyja fyrir málstaðinn – Ákvörðunin erfið þar sem hún á barn

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 11. október 2021 21:30

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laura Amherst er 31 ára stjórnmálafræðinemi sem hefur undanfarið ratað nokkuð oft í breska fjölmiðla. Ástæðan fyrir viðveru hennar í fjölmiðlum hið ytra er sú að hún mætir reglulega á loftlagsmótmæli í Bretlandi og er oftar en ekki ber að ofan á meðan hún mótmælir.

Amherst er hluti af hópnum Extinction Rebellion sem hefur haldið áberandi mótmæli í Bretlandi síðustu vikur, mótmælin ganga oft lengra en önnur mótmæli í sama málaflokki. Hópurinn er þekktur fyrir borgaralega óhlýðni sína á mótmælum en tekur skýrt fram að hann er á móti ofbeldi af öllu tagi.

Laura hefur nú ákveðið að ganga enn lengra en hún gerir venjulega. Hún segist ekki ætla að borða þar til Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, gefur mótmælunum gaum og grípur til hertra aðgerða í loftlagsmálum. „Ég veit að þetta getur verið ótrúlega hættulegt fyrir mig og ég er hrædd og stressuð en ég er búin að gera allt sem ég get gert,“ segir Laura í færslu sem hún birti á Instagram-síðu sinni.

„Ég er búin að hugsa um þetta í nokkrar vikur, ég er búin að taka ákvörðunina og ég er tilbúin. Þetta hljómar dramatískt en, ég er tilbúin að deyja fyrir þennan málstað.“

Laura segir ákvörðunina sína vera sérstaklega erfiða þar sem hún á barn. „Ég verð að gera allt sem ég get og hún á mjög góða fjölskyldu og góðan föður, hún verður í góðum málum,“ segir hún.

„Boris þú verður að verða við kröfum mótmælendanna, setja raunveruleg markmið og láta aðra aðila sem menga jafn mikið gera slíkt hið sama. Líf okkar eru að veði, líf barnsins þíns er að veði.“

Ekki eru allir fylgjendur hennar sáttir með hungurverkfallið og hótanirnar. „Ég vil ekki móðga neinn en að sjálfsögðu mun ríkisstjórnin ekki verða við beiðnum út af hungurverkfalli, þau sjá það örugglega sem beina ógn,“ segir til að mynda í einni athugasemd. „Ég get sagt þér það núna, ríkisstjórnin mun ekki hlusta á þig þar sem hungurverkfallið þitt er kúgun,“ segir í annarri.

Þá benda reyndar aðrir á að í gegnum söguna hafa hungurverkföll virkað á stjórnendur Bretlands. Nýlega náði hópur fólks einmitt að koma málefni sínu á framfæri hjá ríkisstjórninni með hungurverkfalli. Þá má að sjálfsögðu ekki gleyma Mahatma Ghandi og þegar hann mótmælti Breskum stjórnvöldum með hungurverkfalli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vilja láta banna hann á YouTube – „Þessi áhrifavaldur er að drepa sig hægt fyrir áhorf“

Vilja láta banna hann á YouTube – „Þessi áhrifavaldur er að drepa sig hægt fyrir áhorf“
Fókus
Í gær

Misheppnaðar fegrunaraðgerðir áhrifavalda

Misheppnaðar fegrunaraðgerðir áhrifavalda
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þórdís Elva lætur heimsþekktan fjölmiðil heyra það – „Þið eruð hluti af fokking vandamálinu“

Þórdís Elva lætur heimsþekktan fjölmiðil heyra það – „Þið eruð hluti af fokking vandamálinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vandræðalega spurningin sem lesbískt par fær nokkrum sinnum í viku

Vandræðalega spurningin sem lesbískt par fær nokkrum sinnum í viku