fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Fengu háa sekt fyrir að reyna að stunda trekant í einangrun – Gómuð við að klifra yfir girðingu á hótelinu

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 8. janúar 2021 21:45

Samsett mynd - Annars vegar Julia og Andrew að ganga úr dómssal - Hins vegar ein af umdeildum myndum Juliu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskt par hefur fengið háa sekt fyrir að reyna að krydda upp á tilveruna í utanlandsferð í Barbados. Andrew Luker og Julia Knightley voru á hótelinu sínu að bíða eftir niðurstöðum úr skimun. Þau voru því í einangrun og máttu ekki fara af hótelherbergi sínu, né fá neinn í heimsókn. Skötuhjúin ákváðu þrátt fyrir það að bjóða konu til sín svo þau gætu farið í trekant. Kona þessi var gripinn við það að klifra yfir girðingu á hótelinu þegar hún ætlaði til þeirra. Bresk Götublöð greina frá þessu.

Ef þau borga ekki strax eiga þau þungan dóm yfir höfði sér

Niðurstaða dómara í málinu var sú að Andrew Luker og Julia Knightley munu hvort um sig þurfa borga 2200 punda sekt, og 7000 punda veð til að komast úr haldi lögreglu. Samanlagt gerir það hátt í tvær milljónir króna. Borgi þau ekki gjaldið innan sjö daga eiga þau yfir höfði sér níu mánaða fangelsisdóm.

Fyrir dómi sögðust þau iðrast gjörða sinna. Julia sagðist hafa verið meðvituð um að þau mættu ekki fara út úr hótelherberginu, en hélt að þau mættu fá fólk í heimsókn. Andrew sagðist sjá eftir þessu og baðst afsökunar.

Áður enn dómari felldi dóm yfir þeim sagði hann að þau hefði auðveldlega getað ollið svakalegu hópsmiti hefðu þau smitað konuna. Barbados er álíka fjölmennt og Ísland, en landið hefur þótt taka mjög vel á veirunni, en þar hafa einungis verið sjö dauðsföll.

Sjá einnig: Utanlandsferðin breyttist í martröð – Zara handtekin en segir málið byggt á misskilningi

Sami dómari leyfði raunveruleikastjörnunni Zöru Holland og unnusta hennar að sleppa með sekt fyrir brot á sóttvarnarlögum í Barbados um daginn. Málin tvö eru ansi lík.

Hefur áður valdið usla

Bresk götublöð hafa fjallað mikið um málið parsins, og hafa rifjað upp myndir af Juliu, sem vöktu mikla athygli fyrir nokkrum árum. Myndirnar notaði hún til að auglýsa fyrirtæki sitt sem sér um fegrunarmeðferðir. Myndirnar þóttu kynferðislegar og málið endaði með því að Julia baðst afsökunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki