fbpx
Fimmtudagur 29.júlí 2021
Fókus

Furðuleg kynlífsráð frá stofnanda einnar stærstu kirkju í heimi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 6. janúar 2021 10:00

Bobbie og Brian Houston.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljóðupptaka af öðrum stofnanda einnar stærstu kirkju í heimi að gefa konum kynlífsráð hefur vakið mikla athygli.

Hjónin Brian og Bobbie Houston stofnuðu fyrstu kirkjuna undir merkjum Hillsong í Sydney í Ástralíu árið 1983. Síðan þá hafa risið upp Hillsong kirkjur um allan heim. Kirkjan í Sydney er ein stærsta „mega“ kirkja í heimi og tekur um hundrað þúsund manns.

Fjöldi stjarna sækir Hillsong kirkjurnar víðs vegar í Bandaríkjunum, enda kirkjur í New York, Washington og Kaliforníu. Justin Bieber hóf að sækja kirkjuna árið 2015 og varð náinn sóknarprestinum Carl Lentz, þar til fyrir skemmstu þegar komst upp um framhjáhald Carl Lentz og var hann rekinn úr kirkjunni.

Daily Telegraph birti í gær gamla hljóðupptöku þar sem Bobbie Houston gefur eiginkonum í kirkjunni kynlífsráð.

Í upptökunni hvetur hún eiginkonurnar til að verða betri í rúminu svo þær geta stoltar sagt að þær séu í „góðu hjónabandi.“ Hún sagði þeim að verða ekki „subbulegar“ og vera duglegar að gera grindarbotnsæfingar, annars myndu fullnægingar þeirra verða síðri. Hún sagði þeim einnig að verða ekki svo feitar að þær „þurfi vökvakrana til að snúa ykkur við í rúminu“ og að láta laga tennurnar svo munnur þeirra sé „aðlaðandi“ fyrir eiginmennina.

Bobbie Houston.

Það er óhætt að segja að ráð Bobbie hafa vakið athygli en það sem hefur vakið mesta athygli var þegar hún sagði að henni líði eins hún sé „þroskaheft“ þegar hún er í ofþyngd.

„Ef ég bæti á mig þá líður mér eins og ég sé þroskaheft, hvernig ætlarðu að koma eiginmanninum þínum á óvart ef það þarf að nota vökvakrana bara til að snúa þér við,“ segir Bobbie í upptökunni.

Gamall geisladiskur

Fjölmargir hafa gagnrýnt ummæli hennar og sagt þau vera ógeðfelld og niðurlægjandi.

Upptakan var upphaflega seld sem geisladiskur árið 2003 og var kallaður: „Kingdom Women Love Sex“ en var seinna breytt í „Kingdom Women Love and Value their Sexuality.“

Kingdom Women eru konur innan Hillsong kirkjunnar.

Það er ekki lengur hægt að kaupa geisladiskinn en Daily Telegraph birti upptökuna og hefur fjöldi fjölmiðla fjallað um málið.

„Kingdom Women Love and Value their Sexuality“ er aðeins einn af mörgum geisladiskum og bókum sem Bobbie hefur gefið út. Allt efni sem hún hefur skrifað á það þó sameiginlegt að það snýst um valdeflingu kvenna í sambandi við trúnna.

Eins og fyrr segir fóru ummæli Bobbie fyrir brjóstið á mörgum. Hér má sjá brot af umræðunni á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Róbert Wessman selur hulduhús í Garðabænum og vill 400 milljónir fyrir það

Róbert Wessman selur hulduhús í Garðabænum og vill 400 milljónir fyrir það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslendingar missa sig yfir myndinni af stjörnuparinu – „Ég tók bókstaflega andköf“

Íslendingar missa sig yfir myndinni af stjörnuparinu – „Ég tók bókstaflega andköf“
Fókus
Fyrir 1 viku

Foreldrar Darra eru í kapphlaupi við tímann eftir að endurkomukrabbamein greindist – „Auðvitað mölvar þetta mömmuhjartað“ – Söfnunarreikningur

Foreldrar Darra eru í kapphlaupi við tímann eftir að endurkomukrabbamein greindist – „Auðvitað mölvar þetta mömmuhjartað“ – Söfnunarreikningur
Fókus
Fyrir 1 viku

Piers Morgan lætur Harry heyra það – „Þú hlýtur að vera að fokking djóka?????“

Piers Morgan lætur Harry heyra það – „Þú hlýtur að vera að fokking djóka?????“