fbpx
Föstudagur 05.mars 2021
Fókus

„Fríkaði út“ þegar hún skoðaði myndirnar frá New York og sá hver var á þeim

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 21:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona var vægast sagt mjög hissa þegar hún skoðaði myndir úr nýlegu ferðalagi sínu til New York.

Mae Archie deilir sögunni á TikTok. Hún deildi myndbandi af augnablikinu þar sem hún áttaði sig á að enginn annar en tónlistargoðið Paul McCartney hafi verið óvænt á einni mynd.

Á myndinni má sjá Mae fara yfir gangbraut og um tveimur metrum frá henni er Paul McCartney, einnig að fara yfir gangbrautina.

Myndin sem um ræðir.

Það sem gerir þetta enn stórkostlegra er að Mae var nýkomin af sýningu um Bítlana á Metroplitan listasafninu. En því miður tók hún ekki eftir Bítlinum á gangbrautinni fyrr en hún var komin heim.

Mae viðurkennir að hún hafi „fríkað út“ þegar hún sá myndina. Hún segir að eftir að vinkona hennar hafi tekið myndina, þá hafi hún náð mjög stuttu augnsambandi við Paul. „Ég hugsaði hvaðan ég þekkti hann eiginlega og hann blikkaði mig,“ segir hún, en Mae pældi ekkert meira í þessu og hélt bara áfram að ganga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslendingar bíða með öndina í hálsinum eftir mögulegu gosi – „Ertu með óróapúls eða ertu bara glaður að sjá mig?“

Íslendingar bíða með öndina í hálsinum eftir mögulegu gosi – „Ertu með óróapúls eða ertu bara glaður að sjá mig?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

53 ára og getur ekki beðið eftir því að sofa aftur hjá ókunnugum

53 ára og getur ekki beðið eftir því að sofa aftur hjá ókunnugum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ingibjörg og Jón Trausti ritstjórar Stundarinnar eru flutt inn saman

Ingibjörg og Jón Trausti ritstjórar Stundarinnar eru flutt inn saman
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ungt par var með réttu tölurnar í lottóinu – Þetta er ástæðan fyrir því að þau fá ekki 32 milljarða

Ungt par var með réttu tölurnar í lottóinu – Þetta er ástæðan fyrir því að þau fá ekki 32 milljarða