Áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Patrekur Jaime er trúlofaður. Sá heppni heitir Keem og hafa þeir verið saman um nokkurt skeið.
Sjá einnig: Patrekur Jaime opinberar nýja kærastann
Patrekur hefur þó farið leynt um framtíðareiginmann sinn. Hann opinberaði samband þeirra í september síðastliðnum, og sagði í samtali við DV á sínum tíma að meira myndi koma í ljós í næstu þáttaröð af Patrekur Jaime: Æði 2.
Þáttaröðin hóf göngu sína í gær og það með krafti. Vísir greinir frá. Í þættinum er sýnt frá bónorðinu. Patrekur og Keem eru í gönguferð sem endar ansi óvænt, bæði fyrir áhorfendur og Patrek.
„Ég hef vitað það í nokkurn tíma að ég myndi elska að verja það sem eftir er af ævinni með þér,“ segir Keem við Patrek.
„Hvað ertu að segja?“ Spyr Patrekur.
Keem fer þá á skeljarnar og biður Patrek um að giftast sér. Patrekur þurrkar burt tárin og játar.
Ótrúlega falleg og rómantísk stund. Horfðu á myndbandið hér að neðan.