Mánudagur 01.mars 2021
Fókus

Ólíkar hefðir á bóndadaginn – „Kjánalegur dagur fyrir tvo homma“

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 22. janúar 2021 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsti dagur þorra er bóndadagur sem er einmitt í dag. Þá er hefð fyrir því að húsfreyjur geri vel við bónda sinn en hefðirnar hafa þróast frjálslega í gegnum árin. DV heyrði í nokkrum valinkunnum einstaklingum um þeirra plön fyrir bóndadaginn.

 

Snærós Sindradóttir, dagskrárgerðarkona á RÚV, og Freyr Rögnvaldsson, blaðamaður á Stundinni. Mynd/aðsend

Allir strákar vilja fá blóm

„Bóndadagurinn kemur alltaf jafn mikið aftan að mér. Ég býst aldrei við honum strax svona korteri eftir jól,“ segir Snærós Sindradóttir, dagskrárgerðarkona á RÚV. Bóndi hennar er Freyr Rögnvaldsson, blaðamaður á Stundinni.

„Maðurinn minn elskar þorramat og þjóðlegan bjór svo ég hef oft reddað mér daginn fyrir bóndadag í einhverju panikki á síðustu krónum mánaðarins. Eitt árið gaf ég honum samansafn af einhverjum súrhvalsbjórum og öðru misgirnilegu. Annað árið gleymdi ég bóndadegi þar til í hádeginu en lét þá senda til hans í vinnuna stærðarinnar blómvönd sem ég veit að hitti algjörlega í mark, bæði hjá honum og strákunum á skrifstofunni sem urðu grænir af öfund yfir rómansinum. Alla stráka langar í blóm. Það er mín reynsla.

Freyr toppaði sig hins vegar sjálfur svo rækilega bæði á konudag og Valentínusardag í fyrra að ég hef ákveðið að láta þennan dag hætta að koma svona í bakið á mér. Þess vegna reddaði ég báðum dögum á ofurútsölu á netinu 1. janúar og get svo bara hallað mér aftur og beðið eftir að tækifærið renni upp til að færa honum góða og verðskuldaða gjöf. Við höfum aldrei haldið upp á Valentínusardag fyrr en hann dúkkaði upp með gjafir í fyrra en mér finnst það eiginlega bara frábært. Það er um að gera að gera sem mest úr þeim dögum sem strjúka ástinni á einhvern hátt.“

 

Helga Arnardóttir, fjölmiðlakona og rithöfundur, og Bragi Þór Hinriksson, kvikmyndagerðarmanni. Mynd/aðsend

Mikil rómantík alla aðra daga ársins

„Ég man í fyrsta lagi aldrei eftir bóndadeginum hvað þá konudeginum og við Bragi erum afskaplega léleg í að halda hvers kyns rútínu á hlutunum. Ég á fullt í fangi með að muna alla bláu og gulu dagana sem snúa að krökkunum,“ segir Helga Arnardóttir, fjölmiðlakona og rithöfundur, sem er í sambúð með Braga Þór Hinrikssyni kvikmyndagerðarmanni.

„Einu sinni bjuggum við til geggjaðar fiskibollur eftir einhverri uppskrift og lofuðum hvort öðru að hafa alltaf fiskibollur á mánudögum og það var að sjálfsögðu ekki staðið við það mánudaginn næsta. Sama gildir um konuog bóndadaginn. Ég held að hvorugt okkar hafi gert eitthvað sérstaklega rómantískt á þessum dögum. Það kemur fram einhver uppreisnarseggur í mér, að einhver dagur segi mér að ég þurfi að vera rómantísk. Hins vegar er rómantíkin mjög mikil í okkar sambandi alla aðra daga ársins. Bragi er mjög rómantískur almennt séð og þegar hann sér að ég er orðin mjög þreytt og þrotuð ungbarnamamma þá er hann fljótur að bjóða mér eitthvert út að borða og passa að við gerum eitthvað fyrir okkur bæði.

Stundum leigjum við okkur sumarbústað yfir helgi og hvílum okkur saman. Okkur finnst yndislegt að komast í göngutúr, bíó eða í gufu. Mér finnst ótrúlega gaman að elda fyrir hann, hvað sem er, hvort sem það er tófú- og grænmetiskássa eða kjöt, hann verður alltaf jafn þakklátur. Við erum mikið áhugafólk um kvikmyndir og það eru alveg gæðastundir að poppa og velja einhverja mynd til að horfa á. Stundum tökum við fyrir ákveðna leikstjóra og hámum í okkur nokkrar myndir.

En þegar maður er búinn að strauja allt á Netflix þá tökum við ákvörðun um að slökkva á sjónvarpinu og spjalla með tebolla. Það er ótrúlega mikilvægt að horfast í augu í smástund þegar allir eru sofnaðir og fara yfir daginn saman.“

 

Guðlaugur Kristmundsson, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar. Hann hefur undanfarin tólf ár verið í sambandi með innanhússhönnuðinum og flugþjóninum Andrési James Andréssyni. Mynd/aðsend

Kjánalegur dagur fyrir tvo homma

„Fyrstu árin var þetta kjánalegur dagur fyrir tvo homma sem myndu frekar halda upp á bændadaginn en bóndadaginn og iðulega var brugðist við deginum með þögn eða hunsun. Eftir því sem sambandið þroskaðist þá fórum við að nálgast daginn ýmist með húmor, rómantík eða samblandi af hvoru tveggja,“ segir Guðlaugur Kristmundsson, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar. Hann hefur undanfarin tólf ár verið í sambandi með innanhússhönnuðinum og flugþjóninum Andrési James Andréssyni.

„Uppáhaldsminningin um bóndadaginn er þó þegar ég mætti heim í sveit á þorrablót í Árnesi og bauð Andrési með í fyrsta skipti. Hann small strax inn í samfélagið og ég hitti hann lítið sem ekkert allt blótið því hann var þar að kynnast fólki allt kvöldið. Ég fékk svo að ári hvatningu frá sveitungum mínum til þess að mæta með Andrés aftur á blótið og að halda vel í þennan mann, það væri sko vel hægt að spjalla, dansa eða næra andann með honum. Við höfum svo reynt að standa við það og þorrablótin eru núna ýmist sótt í Árnesi eða í Garðabæ þar sem við búum núna,“ segir Guðlaugur, sem er aldrei kallaður annað en Gulli.

 

Vilhelm Neto og unnusta hans, Katrine Gregersen Vedel. Mynd/aðsend

Netflix partý hvort í sínu landinu

Leikarinn og skemmtikrafturinn Vilhelm Neto trúlofaðist Katrine Gregersen Vedel fyrir tæpu ári. Katerine er að læra grafíska hönnun í KEA-háskólanum í Kaupmannahöfn og verða þau því hvort í sínu landinu á bóndadaginn.

„Ástin mín verður þá nýfarin í nám til Danmerkur og þar sem ég get ekki komið með verð ég ansi rafrænn og verður planið að horfa á eitthvað saman í Netflix Party og við pöntum sitt hvora pitsuna,“ segir Vilhelm.

„Annars mun þessi bóndi sjá um að tríta sig sjálfan þann dag, hver veit svo nema að mamma sé með einhvern lítinn pakka, hún elskar að halda upp á hátíðlega daga.“ Vilhelm segir að Katerine muni líklegast búa á Nørrebro sem sé náttúrulega uppáhaldsstaðurinn hans í Köben. „Þannig að þið sjáið mig á krá í Nørrebro við fyrsta tækifæri,“ segir hann.

 

Greinin birtist fyrst í helgarblaði DV sem kom út 15. janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Linda gerði upp mubblu með valhnetu – Ótrúleg breyting

Linda gerði upp mubblu með valhnetu – Ótrúleg breyting
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ertu með jarðskjálftaþynnku? – Prófaðu þessu ráð!

Ertu með jarðskjálftaþynnku? – Prófaðu þessu ráð!
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bjarni Ben um skuggahliðar stjórnmála á Íslandi- „Það er mikil harka“

Bjarni Ben um skuggahliðar stjórnmála á Íslandi- „Það er mikil harka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birgir Hákon stakk besta vin sinn með hníf í bakið – „Það dó eitthvað inni í mér eftir þetta kvöld“

Birgir Hákon stakk besta vin sinn með hníf í bakið – „Það dó eitthvað inni í mér eftir þetta kvöld“
Fókus
Fyrir 4 dögum

56 ára og stundar kynlíf oft á dag með manni sem er 20 árum yngri – Segir þetta vera lykilinn að betra kynlífi

56 ára og stundar kynlíf oft á dag með manni sem er 20 árum yngri – Segir þetta vera lykilinn að betra kynlífi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Synirnir reknir úr kaþólskum skóla vegna atvinnu móðurinnar

Synirnir reknir úr kaþólskum skóla vegna atvinnu móðurinnar