Þið munið örugglega eftir kjólnum fræga, sem fólk sagði vera ýmist hvítur og gulllitaður eða blár og svartur. Kjóllinn skipti internetinu í fylkingar og var lítið annað rætt um en blessaða kjólinn um nokkurt skeið.
Það er að gerast aftur. Áströlsk sjónvarpsstjarna hefur óvænt komið af stað deilu um kjól, sem sumir segja vera ljósbláan og aðrir hvítan.
Kendall Gilding er fréttaþulur í Brisbane í Ástralíu. Hún deildi tveimur myndum af sér.
„Í hvítu á miðvikudegi! Elska þennan kjól, mjúku línurnar, smáatriðin, efnið, og hvað hann er fallega hvítur,“ skrifaði hún á Instagram í gær.
View this post on Instagram
Kendall hafði ekki hugmynd um rökræðurnar sem myndu taka við í kjölfar myndbirtingarinnar.
Fjöldi netverja skrifuðu við myndina og sögðu kjólinn vera bláan, ekki hvítan.
Kendall svaraði netverjum og sagði að kjóllinn væri hvítur, en það væri örugglega lélegri birtu að kenna hvernig hann liti út á myndinni.
Til að sanna það frekar deildi hún mynd af sér í kjólnum í myndverinu.