fbpx
Þriðjudagur 11.maí 2021
Fókus

Ráð Heiðars snyrtis falla misvel í kramið hjá konum – „Ef konur eru komnar með ístru, verða þær að horfa gagnrýnum augum á vaxtarlag sitt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 15:00

Heiðar Jónsson. Mynd/Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðar Jónsson snyrtir var á dögunum í viðtali hjá afþreyingarvefnum Lifðu núna sem miðlar efni fyrir eldri borgara. Viðtalið hefur fallið misvel í kramið hjá netverjum og þykir mörgum Heiðar ganga yfir strikið þegar kemur að því að segja konum hvað þær eiga og eiga ekki að gera þegar kemur að fatavali.

Heiðar er vel kunnugur landsmönnum og hefur um langt skeið kennt konum hvernig þær eigi að klæða sig miðað við vaxtalag.

Í viðtalinu segir Heiðar meðal annars að konur ættu að henda beltinu eftir breytingaskeiðið þar sem með aldrinum safna konur oft kviðfitu og verða svo gott sem mittislausar.

„Ef konur eru komnar með ístru, verða þær að horfa gagnrýnum augum á vaxtarlag sitt í speglinum. Ef mittið er farið þarf að horfa á það sem er fallegt við manneskjuna. Er hún með fallega fætur, eða góðan barm? Hún þarf að klæða sig þannig að það dragi athyglina frá göllunum, að því sem prýðir hana. Hún þarf svo að vera í eins háum brjóstahaldara og mögulegt er til að aðskilja barm og ístru, sem vilja renna saman,“ segir Heiðar í samtali við Lifðu núna og bætir við að axlasnið skipti líka miklu máli „fyrir konuna sem er mittislaus.“

Heiðar segir einnig að konur sem eru farnar að eldast ættu ekki að ganga í ermalausum kjólum. Hann segir að allar konur ættu að eiga svo kallaðan „wrap“ kjól í fataskápnum eftir breytingarskeiðið.

Blendin viðbrögð

Eins og fyrr segir hafa boð og bönn Heiðars fengið misjöfn viðbrögð. Nokkrir netverjar gagnrýndu hann á Facebook-síðu Lifðu núna. „Ég hélt að það væri 2021. Hélt að konur væru löngu vaxnar upp úr því að láta segja sér hverju þær ættu að klæðast, just saying. Og hvað þá af gömlum kalli,“ segir hún.

Nokkrir netverjar koma Heiðari til varnar. „Alltaf gott að fá góð ráð, Heiðar veit alveg sínu viti, ykkur sem er sama um útlitið haldið því bara fyrir ykkur, kurteisi hefur aldrei gert neinum neitt.“

Viðtal Heiðars hefur einnig verið til umræðu innan femíniskra Facebook-hópa þar sem deilt er um ráð hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mér finnst gaman að vera ber að ofan. Af hverju ætti ég ekki að græða á því?“

„Mér finnst gaman að vera ber að ofan. Af hverju ætti ég ekki að græða á því?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég myndi aldrei stíga fram núna miðað við móttökurnar sem þessi fórnarlömb eru að fá”

„Ég myndi aldrei stíga fram núna miðað við móttökurnar sem þessi fórnarlömb eru að fá”
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingum heitt í hamsi í kjölfar frétta um Sölva – „Hryllilegt að lesa frásagnir þessara kvenna“

Íslendingum heitt í hamsi í kjölfar frétta um Sölva – „Hryllilegt að lesa frásagnir þessara kvenna“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Edda gagnrýnir Sölva harðlega – „Hann grætur mjög ýkt með tilþrifum en það koma engin tár“

Edda gagnrýnir Sölva harðlega – „Hann grætur mjög ýkt með tilþrifum en það koma engin tár“