Föstudagur 26.febrúar 2021
Fókus

Enn og aftur „vandræðalegt“ augnablik á milli fyrrverandi forsetahjónanna – „Melania er alveg búin“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 08:45

Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Melania Trump, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjana, virðist vera komin með nóg. Hjónin voru að koma til Flórída í gær, til að hefja þar nýtt líf eftir fjögurra ára dvöl í Washington. Eftir að hafa yfirgefið flugvélina og komið að myndavélum, þá yfirgaf þá Melania eiginmann sinn og skildi hann einan eftir til að veifa myndavélunum.

Þetta var í síðasta skipti sem hjónin flugu með forsetaþotunni Air Force One.

Augnablikið hefur vakið talsverða athygli á Twitter. Einn netverji deildi myndbandi og skrifaði með: „Melania er alveg búin. Hún er þegar hætt að pósa.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem „vandræðalegt“ augnablik á milli Donald Trump og Melaniu Trump vekur athygli. Það fór myndband eins og eldur í sinu um netheima af frekar skrýtnu augnabliki á milli þeirra hjóna eftir fyrstu kappræðurnar í október.

Sjá einnig: Það varð aftur „vandræðalegt augnablik“ á milli Melaniu og Donald Trump eftir kappræðurnar

Sumir segja að Melania Trump sé ósátt við flutninginn til Flórída, þar sem hana langar að búa í New York. Undanfarnar vikur hafa gengið þær sögusagnir að Melania vilji skilja við Trump og ætlaði að gera það eftir að hann myndi láta af embætti. Trump lét af embætti í gær og þá er bara spurning um hvort orðrómurinn sé sannur, það ætti að koma þá í ljós á næstu vikum.

Sjá einnig: Segir að Melania hafa fengið nóg og vilji skilnað

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Himinlifandi með „nýju píkuna“ og getur ekki beðið eftir því að stunda kynlíf

Himinlifandi með „nýju píkuna“ og getur ekki beðið eftir því að stunda kynlíf
Fókus
Í gær

56 ára og stundar kynlíf oft á dag með manni sem er 20 árum yngri – Segir þetta vera lykilinn að betra kynlífi

56 ára og stundar kynlíf oft á dag með manni sem er 20 árum yngri – Segir þetta vera lykilinn að betra kynlífi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bólulæknirinn með enn eina negluna – „Hann fær þetta frá mömmu sinni“

Bólulæknirinn með enn eina negluna – „Hann fær þetta frá mömmu sinni“
FókusNeytendur
Fyrir 2 dögum

Ert þú lúxuspési? – Taktu könnunina

Ert þú lúxuspési? – Taktu könnunina
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég sagði þeim upp á spítala að það væri stærsta aukaverkunin af lyfinu – þessi andlegi léttir og að losna við þennan gamla draug“

„Ég sagði þeim upp á spítala að það væri stærsta aukaverkunin af lyfinu – þessi andlegi léttir og að losna við þennan gamla draug“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drew Barrymore opnar sig um dvöl sína á geðdeild – Læst inni í herbergi með hendur bundnar fyrir aftan bak

Drew Barrymore opnar sig um dvöl sína á geðdeild – Læst inni í herbergi með hendur bundnar fyrir aftan bak